Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í 2-1 tapi gegn Val í Pepsi Max-deild karla í kvöld.
„Ég er stoltur af mínum mönnum. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel fyrstu 20 mínúturnar en eftir að við löguðum krummafótinn fannst mér við vera sterkari. Þannig ég er ánægður með liðið en ekki úrslitin." sagði Óskar Hrafn eftir leik.
„Ég er stoltur af mínum mönnum. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel fyrstu 20 mínúturnar en eftir að við löguðum krummafótinn fannst mér við vera sterkari. Þannig ég er ánægður með liðið en ekki úrslitin." sagði Óskar Hrafn eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 2 Valur
Undir lok fyrri hálfleiks kölluðu Blikar eftir tveimur vítaspyrnum í sömu sókninni en fengu ekkert fyrir sinn snúð.
„Fyrir mér er þetta bara klárt víti. Ég held að endursýningar sýna að við áttum ekki bara að fá eina heldur tvær vítaspyrnur. Svo fer (Sebastian) Hedlund líka aftan í Brynjólf í lokin og mér fannst það líka vera víti." sagði Óskar um atvikið en Breiðablik fékk eina vítaspyrnu í leiknum.
Breiðablik byrjaði mótið af krafti og unnu fyrstu þrjá leiki sína. Eftir það hafa þeir spilað fjóra leiki án þess að vinna og sitja nú í fjórða sæti, fjórum stigum á eftir KR í toppsætinu sem að á leik til góða.
„Ég er ekki ánægður með það í grunninn en ég er ánægður með frammistöðuna gegn FH, Val og KA. Mér fannst við svara KR leiknum vel í dag og nú tekur við þétt törn fram að Verslunarmannahelgi og ég held að við séum í stakk búnir til að takast á við það." sagði Óskar Hrafn um málið.
Nánar er rætt við Óskar Hrafn í spilaranum að ofan.
Athugasemdir