Lestu um leikinn: KA 1 - 0 Leiknir R.
„Svekktur að hafa ekki nýtt sénsana sem við fáum í fyrri hálfleik. Mér fannst leikmenn fylgja leikplani og gera hrikalega vel í að loka á KA menn og hefðum getað refsað þeim nokkrum sinnum í fyrri hálfleik, svekkjandi að fara inn í 0-0," sagði Siggi í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
„Seinni hálfleikurinn byrjar í ágætis jafnvægi, smá sofandaháttur í vörninni, það má ekki gerast á móti KA, þeir refsa. Svo tökum við aðeins yfr leikinn og gerum nokkuð vel. Mér fannst við pressa nokkuð vel og setja þá í vandræði. Við náum ekki að skapa okkur nógu mikið en KA gerir virkilega vel, ná að drepa leikinn undir lokin."
Maciej Makusewski spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í dag. Siggi hefði viljað sjá hann skora nokkur mörk í dag.
„Nokkuð vel, hann hefði mátt skora 1-2 en heilt yfir góð frammistað eins og hjá flestum í dag."





















