„Strákarnir áttu erfiðana leik í dag,'' segir Chris Brazell, þjálfari Gróttu, eftir 4-3 sigur gegn KH í 32-liða úrslit Mjólurbikarsins.
Lestu um leikinn: Grótta 4 - 3 KH
„Ég þarf fyrst og fremst að gefa stórt hrós til KH, þeir spiluðu mjög góðan leik. Þegar við fengum á okkur mark svona snemma þá breyttist leikurinn alveg,''
„Strákarnir komust áfram í bikarnum og það er það sem skiptir mestu máli.''
„Það er alltaf erfitt með litlum klúbb eins og okkar með takmarkað fjármagn. Við eigum alltaf eftir að tapa leikmönnum, þá kaupum við nýja leikmenn og gerum leikmennina sem við höfum betri. Þetta er áskorun sem við þjálfararnir höfum gaman af .''
„Það var gott að fá svona leik og góð reynsla fyrir okkur. Þetta fékk okkur til þess að muna að það er ennþá mikil vinna eftir hjá okkur,'' segir Chris í lokinn.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.























