Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mán 20. maí 2024 20:13
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eins og alltaf að þá er vonbrigði að tapa. Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur og þeir komust sanngjarn yfir. Mér fannst við reyna að klára þetta fyrir þá í fyrri hálfleik svo við myndum eiga engan séns í seinni hálfleik. En við sýndum þó karakter í seinni hálfleik. Ég held að flestir hafi séð það að þetta var aldrei víti. Það var dæmt af okkur löglegt mark líka.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-1 tap gegn KR í dag.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 KR

Leikurinn var svo sannarlega leikur tveggja hálfleikja en Heimir er ekki sáttur með það hvernig hans menn hafa byrjað leikina í sumar.

„Það skiptir engu máli hvað er sagt í hálfleik. Leikurinn byrjaði klukkan 17:00, hann byrjaði ekki klukkan 18:00. Þá þurfa menn að vera klárir klukkan 17:00 en ekki 18:00. Við erum búnir að spila 8 leiki. 7 í deild og tvo í bikar. Það eru tveir leikir sem við höfum byrjað vel í fyrri hálfleik. Það var á móti KA og það var á móti ÍA. Alla hina leikina höfum við aldrei byrjað í fyrri hálfleik. Það skiptir engu máli hvernig við byrjum í seinni hálfleik því það er erfitt að vinna leiki þegar þú færð á þig tvö mörk. Þetta er mikið áhyggjuefni.“

Eftir 7 leiki er FH liðið með 12 stig en Heimir er allt annað en sáttur og telur að leikmenn andstæðinganna finnist gaman að spila á Kaplakrikavelli.

„Þetta eru vonbrigði. FH-liðið á ekki að tapa tveimur leikjum í röð. FH-liðið á ekki að tapa á heimavelli. En kannski er það rétt sem menn voru að ræða fyrir mót að leikmenn andstæðinganna finnst gaman að koma og spila hérna.“

Næsti leikur FH er gegn Val en Heimir vill að sýnir menn átti sig á því að leikurinn byrjar klukkan 19:15 og þá þurfa menn að vera tilbúnir í leikinn 19:15.

Ég held að sá leikur byrji 19:15, þá þurfum við að mæta til leiks 19:15.“ sagði Heimir að lokum.

Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner