Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 20. maí 2024 20:13
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eins og alltaf að þá er vonbrigði að tapa. Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur og þeir komust sanngjarn yfir. Mér fannst við reyna að klára þetta fyrir þá í fyrri hálfleik svo við myndum eiga engan séns í seinni hálfleik. En við sýndum þó karakter í seinni hálfleik. Ég held að flestir hafi séð það að þetta var aldrei víti. Það var dæmt af okkur löglegt mark líka.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-1 tap gegn KR í dag.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 KR

Leikurinn var svo sannarlega leikur tveggja hálfleikja en Heimir er ekki sáttur með það hvernig hans menn hafa byrjað leikina í sumar.

„Það skiptir engu máli hvað er sagt í hálfleik. Leikurinn byrjaði klukkan 17:00, hann byrjaði ekki klukkan 18:00. Þá þurfa menn að vera klárir klukkan 17:00 en ekki 18:00. Við erum búnir að spila 8 leiki. 7 í deild og tvo í bikar. Það eru tveir leikir sem við höfum byrjað vel í fyrri hálfleik. Það var á móti KA og það var á móti ÍA. Alla hina leikina höfum við aldrei byrjað í fyrri hálfleik. Það skiptir engu máli hvernig við byrjum í seinni hálfleik því það er erfitt að vinna leiki þegar þú færð á þig tvö mörk. Þetta er mikið áhyggjuefni.“

Eftir 7 leiki er FH liðið með 12 stig en Heimir er allt annað en sáttur og telur að leikmenn andstæðinganna finnist gaman að spila á Kaplakrikavelli.

„Þetta eru vonbrigði. FH-liðið á ekki að tapa tveimur leikjum í röð. FH-liðið á ekki að tapa á heimavelli. En kannski er það rétt sem menn voru að ræða fyrir mót að leikmenn andstæðinganna finnst gaman að koma og spila hérna.“

Næsti leikur FH er gegn Val en Heimir vill að sýnir menn átti sig á því að leikurinn byrjar klukkan 19:15 og þá þurfa menn að vera tilbúnir í leikinn 19:15.

Ég held að sá leikur byrji 19:15, þá þurfum við að mæta til leiks 19:15.“ sagði Heimir að lokum.

Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner