Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mán 20. maí 2024 20:13
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eins og alltaf að þá er vonbrigði að tapa. Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur og þeir komust sanngjarn yfir. Mér fannst við reyna að klára þetta fyrir þá í fyrri hálfleik svo við myndum eiga engan séns í seinni hálfleik. En við sýndum þó karakter í seinni hálfleik. Ég held að flestir hafi séð það að þetta var aldrei víti. Það var dæmt af okkur löglegt mark líka.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-1 tap gegn KR í dag.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 KR

Leikurinn var svo sannarlega leikur tveggja hálfleikja en Heimir er ekki sáttur með það hvernig hans menn hafa byrjað leikina í sumar.

„Það skiptir engu máli hvað er sagt í hálfleik. Leikurinn byrjaði klukkan 17:00, hann byrjaði ekki klukkan 18:00. Þá þurfa menn að vera klárir klukkan 17:00 en ekki 18:00. Við erum búnir að spila 8 leiki. 7 í deild og tvo í bikar. Það eru tveir leikir sem við höfum byrjað vel í fyrri hálfleik. Það var á móti KA og það var á móti ÍA. Alla hina leikina höfum við aldrei byrjað í fyrri hálfleik. Það skiptir engu máli hvernig við byrjum í seinni hálfleik því það er erfitt að vinna leiki þegar þú færð á þig tvö mörk. Þetta er mikið áhyggjuefni.“

Eftir 7 leiki er FH liðið með 12 stig en Heimir er allt annað en sáttur og telur að leikmenn andstæðinganna finnist gaman að spila á Kaplakrikavelli.

„Þetta eru vonbrigði. FH-liðið á ekki að tapa tveimur leikjum í röð. FH-liðið á ekki að tapa á heimavelli. En kannski er það rétt sem menn voru að ræða fyrir mót að leikmenn andstæðinganna finnst gaman að koma og spila hérna.“

Næsti leikur FH er gegn Val en Heimir vill að sýnir menn átti sig á því að leikurinn byrjar klukkan 19:15 og þá þurfa menn að vera tilbúnir í leikinn 19:15.

Ég held að sá leikur byrji 19:15, þá þurfum við að mæta til leiks 19:15.“ sagði Heimir að lokum.

Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir