Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   fim 20. ágúst 2020 20:39
Stefán Marteinn Ólafsson
Ási Arnars: Hvert stig er dýrmætt
Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fjölnismenn fengu Víkinga frá Reykjavík í heimsókn þegar flautað var til leiks í 11.umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld.

Fjölnismenn sem enn eru í leit af fyrsta sigrinum á Íslandsmótinu byrjuðu leikinn betur og komust yfir þegar rúmlega hálftími var liðin af leiknum en því miður fyrir Grafarvogsstrákana þá náðu Víkingar að jafna þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og þar við sat.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Víkingur R.

„Fyrstu viðbrögð eru svekkelsi með niðurstöðuna en heilt yfir ánægður með frammistöðuna hjá strákunum, þetta var gott svar eftir síðasta leik, við vorum mjög óánægðir með okkar frammistöðu í síðasta leik gegn HK og ákveðnir í að svara fyrir það í dag og það var allt önnur holning á liðinu, allt annað vinnuframlag, allt önnur barátta og heilt yfir bara ágætis frammistaða í okkar liði og hársbreidd frá því að taka þrjú stig í þessum leik". Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis eftir leik.

Fjölnismenn eru sem stendur í ansi slæmum málum í deildinni en þeir verma botnsætið með 4 stig eftir leikinn í dag og eru 4 stigum á eftir KA í 10.sætinu en KA hefur spilað tveimur leikjum færri.
„Hvert stig er dýrmætt en engu að síður þá var þarna frábær möguleiki á að ná í þrjú stig og við grátum það núna að hafa ekki náð í það en við tökum með okkur frammistöðu sem verðskldar stig og í fleirtölu vonandi í framhaldinu."

Aðspurður um hvort það væru von á einhverjum breytingum í glugganum sagði Ási að það væri í skoðun hvað væri hægt að gera en vildi ekkert fara út í hvaða stöður væri verið að leitast eftir styrkingum.
„Við erum að skoða hvað við getum gert, hvort við náum að styrkja liðið eitthvað en við mun allavega reyna það."
„Ekkert sem að ég vill gefa upp allavega, en við erum að leita hvað við getum gert til að styrkja okkur." 

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir