Fjölnismenn fengu Víkinga frá Reykjavík í heimsókn þegar flautað var til leiks í 11.umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld.
Fjölnismenn sem enn eru í leit af fyrsta sigrinum á Íslandsmótinu byrjuðu leikinn betur og komust yfir þegar rúmlega hálftími var liðin af leiknum en því miður fyrir Grafarvogsstrákana þá náðu Víkingar að jafna þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og þar við sat.
Fjölnismenn sem enn eru í leit af fyrsta sigrinum á Íslandsmótinu byrjuðu leikinn betur og komust yfir þegar rúmlega hálftími var liðin af leiknum en því miður fyrir Grafarvogsstrákana þá náðu Víkingar að jafna þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og þar við sat.
Lestu um leikinn: Fjölnir 1 - 1 Víkingur R.
„Fyrstu viðbrögð eru svekkelsi með niðurstöðuna en heilt yfir ánægður með frammistöðuna hjá strákunum, þetta var gott svar eftir síðasta leik, við vorum mjög óánægðir með okkar frammistöðu í síðasta leik gegn HK og ákveðnir í að svara fyrir það í dag og það var allt önnur holning á liðinu, allt annað vinnuframlag, allt önnur barátta og heilt yfir bara ágætis frammistaða í okkar liði og hársbreidd frá því að taka þrjú stig í þessum leik". Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis eftir leik.
Fjölnismenn eru sem stendur í ansi slæmum málum í deildinni en þeir verma botnsætið með 4 stig eftir leikinn í dag og eru 4 stigum á eftir KA í 10.sætinu en KA hefur spilað tveimur leikjum færri.
„Hvert stig er dýrmætt en engu að síður þá var þarna frábær möguleiki á að ná í þrjú stig og við grátum það núna að hafa ekki náð í það en við tökum með okkur frammistöðu sem verðskldar stig og í fleirtölu vonandi í framhaldinu."
Aðspurður um hvort það væru von á einhverjum breytingum í glugganum sagði Ási að það væri í skoðun hvað væri hægt að gera en vildi ekkert fara út í hvaða stöður væri verið að leitast eftir styrkingum.
„Við erum að skoða hvað við getum gert, hvort við náum að styrkja liðið eitthvað en við mun allavega reyna það."
„Ekkert sem að ég vill gefa upp allavega, en við erum að leita hvað við getum gert til að styrkja okkur."
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir






















