Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis hafði ástæðu til að kætast eftir 3-1 sigur sinna manna á Val í kvöld. Fyrsti sigur Fylkis í deildinni staðreynd og sigurinn lyftir þeim upp í 9.sætið. Botnbaráttan er jöfn og hvert stig skiptir gríðarlegu máli.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 3 Fylkir
,,Það er dálítið léttara yfir Lautinni núna en hefur verið. Mér fannst leikurinn vera mjög góður. Við mættum vel stemmdir til leiks og menn unnu virkilega vel fyrir hvorn annan, við sköpuðum fullt af færum. Ég hefði viljað halda hreinu, markið sem þeir skora kemur eftir klára aukaspyrnu út á velli. Ég er svolítið svekktur með það en að öðruleyti fannst mér leikurinn vera góður," sagði Ási sem var ánægður með innkomu Ásgeirs Barkar í liðið og liðsheildina.
,,Við höfum átt góða leiki áður en úrslitin hafa ekki verið að detta fyrir okkur. Það hefur vantað herslumuninn hjá okkur. Börkurinn kemur heim og það hefur verið flott stemning í hópnum í vikunni og herslumunurinn kom hjá okkur í dag," sagði Ásmundur.
Viðtalið við Ásmund er hægt að sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























