Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 21. júlí 2013 21:53
Arnar Daði Arnarsson
Ási Arnars.: Léttara yfir Lautinni
Ásmundur skartaði sólgleraugum í kvöld. Reyndar ekki þessum.
Ásmundur skartaði sólgleraugum í kvöld. Reyndar ekki þessum.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis hafði ástæðu til að kætast eftir 3-1 sigur sinna manna á Val í kvöld. Fyrsti sigur Fylkis í deildinni staðreynd og sigurinn lyftir þeim upp í 9.sætið. Botnbaráttan er jöfn og hvert stig skiptir gríðarlegu máli.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  3 Fylkir

,,Það er dálítið léttara yfir Lautinni núna en hefur verið. Mér fannst leikurinn vera mjög góður. Við mættum vel stemmdir til leiks og menn unnu virkilega vel fyrir hvorn annan, við sköpuðum fullt af færum. Ég hefði viljað halda hreinu, markið sem þeir skora kemur eftir klára aukaspyrnu út á velli. Ég er svolítið svekktur með það en að öðruleyti fannst mér leikurinn vera góður," sagði Ási sem var ánægður með innkomu Ásgeirs Barkar í liðið og liðsheildina.

,,Við höfum átt góða leiki áður en úrslitin hafa ekki verið að detta fyrir okkur. Það hefur vantað herslumuninn hjá okkur. Börkurinn kemur heim og það hefur verið flott stemning í hópnum í vikunni og herslumunurinn kom hjá okkur í dag," sagði Ásmundur.

Viðtalið við Ásmund er hægt að sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner