Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   fim 21. júlí 2022 21:56
Þorsteinn Haukur Harðarson
Ómar Ingi: Konan mín er að verða gjörsamlega vitlaus á þessu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net

"Jú þetta var vissulega allur tilfinningaskalinn. Við getum verið sammála um það. Sem betur fer endaði þetta réttum megin á skalanum þegar það var flautað af," sagði kampakátur Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir dramatískan 2-1 endurkomusigur gegn Selfyssingum í kvöld.


Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 HK

"Það var gífurlegur karakter í mínu liði. Þeir komust í 1-0 sem var virkilega ósanngjarnt þar sem dómarinn ákvað að flauta aukaspyrnuna á þegar markmaðurinn minn stóð út við stöng og er að stilla upp veggnum. Það var erfitt í smá stund eftir það en það er karakter, reynsla og gæði í liðinu og við náðum að láta það skína í gegn þó við höfðum bara verið 10 inná á endanum."

Hann segir sigur sinna manna síður en svo ósanngjarnan.

"Auðvitað fóru tvö víti forgörðum hjá þeim og miðað við það vilja kannski einhverjir meina að þetta sé ósanngjarnt en ég held við höfum verðskuldað að fara með sigur frá Selfossi. Þetta var kannski full tæpt en það hefur verið svolítið þannig hjá okkur. Við erum að vinna 2-1 tvo leiki í röð og ég veit að konan mín er að verða vitlaus á þessu. Það heldur mér við efnið að vita af henni arkandi um stúkuna þegar staðan er svona. Ég væri til í stærri sigra en þessir eru líka helvíti sætir."

Allt viðtalið við Ómar má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner