Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   fim 21. júlí 2022 21:56
Þorsteinn Haukur Harðarson
Ómar Ingi: Konan mín er að verða gjörsamlega vitlaus á þessu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net

"Jú þetta var vissulega allur tilfinningaskalinn. Við getum verið sammála um það. Sem betur fer endaði þetta réttum megin á skalanum þegar það var flautað af," sagði kampakátur Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir dramatískan 2-1 endurkomusigur gegn Selfyssingum í kvöld.


Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 HK

"Það var gífurlegur karakter í mínu liði. Þeir komust í 1-0 sem var virkilega ósanngjarnt þar sem dómarinn ákvað að flauta aukaspyrnuna á þegar markmaðurinn minn stóð út við stöng og er að stilla upp veggnum. Það var erfitt í smá stund eftir það en það er karakter, reynsla og gæði í liðinu og við náðum að láta það skína í gegn þó við höfðum bara verið 10 inná á endanum."

Hann segir sigur sinna manna síður en svo ósanngjarnan.

"Auðvitað fóru tvö víti forgörðum hjá þeim og miðað við það vilja kannski einhverjir meina að þetta sé ósanngjarnt en ég held við höfum verðskuldað að fara með sigur frá Selfossi. Þetta var kannski full tæpt en það hefur verið svolítið þannig hjá okkur. Við erum að vinna 2-1 tvo leiki í röð og ég veit að konan mín er að verða vitlaus á þessu. Það heldur mér við efnið að vita af henni arkandi um stúkuna þegar staðan er svona. Ég væri til í stærri sigra en þessir eru líka helvíti sætir."

Allt viðtalið við Ómar má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir