„Tilfinningin er geggjuð, það er frábært að fá þrjú stig. Það er nákvæmlega það sem við ætluðum okkur í dag," sagði Gísli Eyjólfsson, maður leiksins, eftir sigur Breiðabliks gegn KA.
„Mér fannst leikplanið virka virkilega vel í dag. Það var gott að skora snemma í leiknum og eftir það fannst mér við hafa öll völd á vellinum."
„Mér fannst leikplanið virka virkilega vel í dag. Það var gott að skora snemma í leiknum og eftir það fannst mér við hafa öll völd á vellinum."
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 0 KA
Blikar hefðu getað skorað fleiri mörk í dag. „Já, við fengum færin, það er jákvætt að við erum að búa til og skapa. Þetta kannski datt ekki með okkur í dag. Markmaðurinn þeirra stóð sig virkilega vel í dag, hrós fyrir hann. Við áttum að vera meira clinical í færunum, vonandi bætum við það fyrir næsta leik."
Hlýtur að vera ljúft að setja mark og leggja upp í 2-0 sigri?
„Já, svo lengi sem við vinnum þessa leiki. Maður er ekki jafn graður í þetta og maður var þegar maður var yngri. Maður vill bara þennan sigur."
Voruði heppnir að KA fékk ekki vítaspyrnu í þessum leik?
„Þetta leit út eins og víti en ég er ekki dómari," sagði Gísli.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir