Sigurvin Ólafsson leikmaður KV, var kampakátur, eftir að liðið tryggði sér sæti í fyrstu deild. KV gerði jafntefli við Gróttu sem tryggði liðinu upp.
Lestu um leikinn: KV 1 - 1 Grótta
,,Þetta er alltaf jafn gaman. Þetta er leikur þar sem er keppni og menn ætla að reyna að vinna, gaman að fá verðlaun."
,,Þetta var úrslitaleikur í grannslag sem var extra sætt og extra gaman. Ég svosem ekki á kafi í þessum ríg, en fyrir mér var þetta bara úrslitaleikur og hann endaði vel fyrir okkur."
KV dugði jafntefli til að fara upp um deild, en tapaði stigum til að mynda gegn Dalvík og fleira. Sigurvin segir að það hefði getað reynst dýrt: ,,Á fleiri stöðum hefur liðið dálítið misst tökin. Ég held bara að við hefðum átt að vinna þessa deild, en skiptir ekki máli. Þetta endaði svona." og aðspurður hvort hann ætli að vera með í fyrstu deildinni á næsta sumri svaraði Sgurvin:
,,Ég bara veit það ekki. Ég er ekki að yngjast.
Athugasemdir























