„Mér líst rosalega vel á að mótið sé að fara af stað. Við erum búnar að vera rosalega spenntar fyrir þessu tímabili allt undirbúningstímabilið og líst rosalega vel á þetta," sagði Sesselja Líf Valgeirsdóttir við Fótbolta.net í vikunni. Aftureldingu er spáð 7. sæti í Bestu deild kvenna sem hefst í næstu viku. Fyrsti leikur Aftureldingar er gegn Selfossi á miðvikudaginn.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 7. sæti
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 7. sæti
„Ég finn fyrir því út í bæ að það er meðbyr með liðinu."
Leikmenn Aftureldingar vöktu athygli í auglýsingunni fyrir Bestu deildina. „Mér fannst þær alveg geggjaðar, magnaðar og auglýsingin flott."
Smelltu hér til að sjá auglýsinguna
Eruð þið með opinbert markmið, stefnið þið hærra en 7. sætið?
„Já, við stefnum alveg hærra en erum kannski með eitthvað eitt niðurneglt markmið. Við ætlum að gera eins vel og við getum og spáin er bara spá."
„Við erum búnar að vera rosalega flottar á undirbúningstímabilinu og ekkert hægt að kvarta yfir því," sagði fyrirliðinn.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
























