Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mán 22. apríl 2024 21:27
Hafliði Breiðfjörð
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Nik Chamberlain.
Nik Chamberlain.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var allt í lagi, það er mikilvægt að byrja mótið rétt, skora mörk og halda hreinu. Frammistaðan var allt í lagi, við gerðum nóg til að vinna leikinn en þetta verður ekki besta frammistaða okkar á tímabilinu," sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks eftir 3 - 0 sigur á Keflavík í 1. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

„Keflavík kom hingað með mikla orku, það er munurinn á þeim frá í fyrra, þær eru með hraða og klára leikmenn í þeim Saorla og Melanie á köntunum. Þetta gat orðið erfiður leikur en við vörðumst þeim vel og gáfum þeim ekki færi. Við vorum svo í lagi með boltann og skoruðum mismunandi mörk."

Þið eruð með gæði frammi?

„Já, Vigdís (Lilja Kristjánsdóttir) er orðin framherji núna frá í vetur og hefur staðið sig mjög vel. Hún byrjaði vel sem er frábært fyrir okkur."

Mér skildist á Vigdísi að hana langi að vinna gullskóinn?

„Ég vona það líka því ef við erum með þannig framherja þá mun það bara reynast okkur vel. Ef hún heldur áfram að skora þá mun hún gera það."

Nik sagði að það séu enn nokkrar vikur í að Katrín Ásbjörnsdóttir verði klár í slaginn að nýju en býst við að hún þurfi að hafa fyrir sætinu sínu í liðinu.

„Ef Vigdís heldur áfram að skora og Birta er líka að skora þá þarf hún að standa sig til að slá þær út. Það er hinsvegar góður hausverkur fyrir mig því Olla mun snúa aftur líka svo það verður barátta um stöðurnar."

Nánar er rætt við Nik í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir hlutverk Ástu Árnadóttur sem miðvörður. Í lokin er hann spurður út í atvik sem varð í lok leiksins þegar boltinn rúllaði af velli við varamannabekk Blika og Nik tók glæsilega á móti boltanum.

„Tötsið? Boltinn kom bara og ég er alveg með tötsið. Ég spilaði alltaf fótbolta, það var smá pressa á mér en mér tókst þetta," sagði hann að lokum og hló.
Athugasemdir
banner
banner