Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   mán 22. apríl 2024 21:27
Hafliði Breiðfjörð
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain.
Nik Chamberlain.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var allt í lagi, það er mikilvægt að byrja mótið rétt, skora mörk og halda hreinu. Frammistaðan var allt í lagi, við gerðum nóg til að vinna leikinn en þetta verður ekki besta frammistaða okkar á tímabilinu," sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks eftir 3 - 0 sigur á Keflavík í 1. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

„Keflavík kom hingað með mikla orku, það er munurinn á þeim frá í fyrra, þær eru með hraða og klára leikmenn í þeim Saorla og Melanie á köntunum. Þetta gat orðið erfiður leikur en við vörðumst þeim vel og gáfum þeim ekki færi. Við vorum svo í lagi með boltann og skoruðum mismunandi mörk."

Þið eruð með gæði frammi?

„Já, Vigdís (Lilja Kristjánsdóttir) er orðin framherji núna frá í vetur og hefur staðið sig mjög vel. Hún byrjaði vel sem er frábært fyrir okkur."

Mér skildist á Vigdísi að hana langi að vinna gullskóinn?

„Ég vona það líka því ef við erum með þannig framherja þá mun það bara reynast okkur vel. Ef hún heldur áfram að skora þá mun hún gera það."

Nik sagði að það séu enn nokkrar vikur í að Katrín Ásbjörnsdóttir verði klár í slaginn að nýju en býst við að hún þurfi að hafa fyrir sætinu sínu í liðinu.

„Ef Vigdís heldur áfram að skora og Birta er líka að skora þá þarf hún að standa sig til að slá þær út. Það er hinsvegar góður hausverkur fyrir mig því Olla mun snúa aftur líka svo það verður barátta um stöðurnar."

Nánar er rætt við Nik í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir hlutverk Ástu Árnadóttur sem miðvörður. Í lokin er hann spurður út í atvik sem varð í lok leiksins þegar boltinn rúllaði af velli við varamannabekk Blika og Nik tók glæsilega á móti boltanum.

„Tötsið? Boltinn kom bara og ég er alveg með tötsið. Ég spilaði alltaf fótbolta, það var smá pressa á mér en mér tókst þetta," sagði hann að lokum og hló.
Athugasemdir
banner