Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mán 22. apríl 2024 21:27
Hafliði Breiðfjörð
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Nik Chamberlain.
Nik Chamberlain.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var allt í lagi, það er mikilvægt að byrja mótið rétt, skora mörk og halda hreinu. Frammistaðan var allt í lagi, við gerðum nóg til að vinna leikinn en þetta verður ekki besta frammistaða okkar á tímabilinu," sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks eftir 3 - 0 sigur á Keflavík í 1. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

„Keflavík kom hingað með mikla orku, það er munurinn á þeim frá í fyrra, þær eru með hraða og klára leikmenn í þeim Saorla og Melanie á köntunum. Þetta gat orðið erfiður leikur en við vörðumst þeim vel og gáfum þeim ekki færi. Við vorum svo í lagi með boltann og skoruðum mismunandi mörk."

Þið eruð með gæði frammi?

„Já, Vigdís (Lilja Kristjánsdóttir) er orðin framherji núna frá í vetur og hefur staðið sig mjög vel. Hún byrjaði vel sem er frábært fyrir okkur."

Mér skildist á Vigdísi að hana langi að vinna gullskóinn?

„Ég vona það líka því ef við erum með þannig framherja þá mun það bara reynast okkur vel. Ef hún heldur áfram að skora þá mun hún gera það."

Nik sagði að það séu enn nokkrar vikur í að Katrín Ásbjörnsdóttir verði klár í slaginn að nýju en býst við að hún þurfi að hafa fyrir sætinu sínu í liðinu.

„Ef Vigdís heldur áfram að skora og Birta er líka að skora þá þarf hún að standa sig til að slá þær út. Það er hinsvegar góður hausverkur fyrir mig því Olla mun snúa aftur líka svo það verður barátta um stöðurnar."

Nánar er rætt við Nik í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir hlutverk Ástu Árnadóttur sem miðvörður. Í lokin er hann spurður út í atvik sem varð í lok leiksins þegar boltinn rúllaði af velli við varamannabekk Blika og Nik tók glæsilega á móti boltanum.

„Tötsið? Boltinn kom bara og ég er alveg með tötsið. Ég spilaði alltaf fótbolta, það var smá pressa á mér en mér tókst þetta," sagði hann að lokum og hló.
Athugasemdir
banner
banner