Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
banner
   mán 22. apríl 2024 21:27
Hafliði Breiðfjörð
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain.
Nik Chamberlain.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var allt í lagi, það er mikilvægt að byrja mótið rétt, skora mörk og halda hreinu. Frammistaðan var allt í lagi, við gerðum nóg til að vinna leikinn en þetta verður ekki besta frammistaða okkar á tímabilinu," sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks eftir 3 - 0 sigur á Keflavík í 1. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

„Keflavík kom hingað með mikla orku, það er munurinn á þeim frá í fyrra, þær eru með hraða og klára leikmenn í þeim Saorla og Melanie á köntunum. Þetta gat orðið erfiður leikur en við vörðumst þeim vel og gáfum þeim ekki færi. Við vorum svo í lagi með boltann og skoruðum mismunandi mörk."

Þið eruð með gæði frammi?

„Já, Vigdís (Lilja Kristjánsdóttir) er orðin framherji núna frá í vetur og hefur staðið sig mjög vel. Hún byrjaði vel sem er frábært fyrir okkur."

Mér skildist á Vigdísi að hana langi að vinna gullskóinn?

„Ég vona það líka því ef við erum með þannig framherja þá mun það bara reynast okkur vel. Ef hún heldur áfram að skora þá mun hún gera það."

Nik sagði að það séu enn nokkrar vikur í að Katrín Ásbjörnsdóttir verði klár í slaginn að nýju en býst við að hún þurfi að hafa fyrir sætinu sínu í liðinu.

„Ef Vigdís heldur áfram að skora og Birta er líka að skora þá þarf hún að standa sig til að slá þær út. Það er hinsvegar góður hausverkur fyrir mig því Olla mun snúa aftur líka svo það verður barátta um stöðurnar."

Nánar er rætt við Nik í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir hlutverk Ástu Árnadóttur sem miðvörður. Í lokin er hann spurður út í atvik sem varð í lok leiksins þegar boltinn rúllaði af velli við varamannabekk Blika og Nik tók glæsilega á móti boltanum.

„Tötsið? Boltinn kom bara og ég er alveg með tötsið. Ég spilaði alltaf fótbolta, það var smá pressa á mér en mér tókst þetta," sagði hann að lokum og hló.
Athugasemdir
banner
banner