,,Eins og leikurinn þróaðist þá tökum við stig. Þetta gæti verið mjög mikilvægt stig ef hlutirnir halda áfram að snúast okkur í hag," sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari ÍA eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Breiðabliki í kvöld.
Skagamenn lentu 2-0 undir en náðu að jafna 2-2 undir lok leiksins í kvöld.
,,Í 2-2 stöðunni vorum við líklegri til að klára þetta og við hefðum þurft 3-4 mínútur til að setja aðeins meiri pressu á þá. Við þurfum á stigunum að halda og við tökum stigið."
Kári Ársælsson féll í vítateignum snemma leiks og Skagamenn vildu fá víti en ekkert var dæmt.
,,Ég vil alltaf fá víti þegar er svona 50/50. Dómarinn vildi ekki meina að það hefði verið og hann sleppti þessu en ég held að við höfum haft tilkall. Við höfum ekki fengið neitt með okkur í undanförnum leikjum en það hlýtur að detta einhverntímann með okkur."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir























