Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   mán 22. ágúst 2022 20:44
Stefán Marteinn Ólafsson
Úlfur Ágúst: Þetta er búið að vera geggjuð helgi
Úlfur Ágúst Björnsson leikmaður FH
Úlfur Ágúst Björnsson leikmaður FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH fengu Keflvíkinga í heimsókn á Kaplakrikavöll í dag þegar 18.umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni. 

FH hafði fyrir leikinn ekki unnið leik í deildinni frá því Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson tóku við stjórn liðsins en það breyttist allt í kvöld þegar FH bar sigurorð af Keflvíkingum.


Lestu um leikinn: FH 3 -  0 Keflavík

„Já kominn tími til og þetta var geðveikt. Líka að fá að skora mörkin og hafa unnið Keflavík, þetta var bara snilld." Sagði Úlfur Ágúst Björnsson framherji FH eftir leikinn í kvöld en hann skoraði 2 mörk í leiknum og var ekki langt frá því að setja það þriðja en flaggið fór á loft.

„Við ætluðum bara að keyra á þá, við fengum geðveikan stuðning og þetta var bara langþráður sigur sem loksins kom."

Stuðningurinn í stúku FH var til fyrirmyndar og stemningin eftir því en það voru margir FH-ingar sem lögðu leið sína að Kaplakrika til þess að styðja sína menn til dáða í dag.

„Já þetta var geðveikt og bara frá því í upphitun þegar allir voru mættir og þetta var bara snilld að hafa þá og vonandi koma þeir á alla leiki." 

Úlfur Ágúst var lánaður til Njarðvíkur í upphafi móts þar sem hann lék á eldi og skoraði 10 mörk í 12 leikjum sem varð til þess að FH kölluðu hann tilbaka í sumarglugganum til þess að klára tímabilið með FH. Úlfur Ágúst er stoltur af því hvernig sumarið hefur þróast.

„Já heldur betur og líka þá komst Njarðvík upp núna í gær sem er geðveikt og við unnum núna svo þetta er bara búin að vera frábær helgi."

Nánar er rætt við Úlf Ágúst Björnsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner