Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 23. júlí 2020 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atli Sveinn: Þeir munu bara skora í næstu leikjum
Tilfinningaleikur.
Tilfinningaleikur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er súrt. Við komum hingað til að sækja þrjú stig," sagði Atli Sveinn Þórarisson, annar þjálfara Fylkis, eftir tap sínum gömlu heimaslóðum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Fylkir

Lokatölur voru 3-0. Það vantaði herslumuninn hjá Fylki í sóknarleiknum. „Við vorum ekki alveg nægilega beittir fram á við. Við erum að spila ágætlega inn á vellinum en ekki nægilega beittir inn á teig."

„Við erum með fullt af mönnum sem geta skorað mörk og þeir munu bara gera það í næstu leikjum."

Valdimar Þór Ingimundarson var fremsti maður Fylkis stærstan hluta leiksins og hann átti ekki sinn besta dag. „Hugsunin var að fara á bak við Valsarana, þeir standa oft frekar hátt með línuna, við ætluðum að sækja bak við en gerðum það ekki nægilega oft."

Atli virkaði oft á tíðum pirraður á hliðarlínunni. Sá pirringur beindist bæði að dómurum og leikmönnum síns liðs. Fylkismenn voru ósáttir við annað markið sem kom upp úr horni. Þeirra hæsti maður, Ásgeir Eyþórsson, var utan vallar þegar Sebastian Hedlund skoraði með skalla.

„Það sem við vorum ósáttir með þar er að dómarinn skipar Ásgeir út af í aðhlynningu. Það er mjög slæmt að missa hann af velli í föstum leikatriðum. Þeir setja boltann beint á svæðið þar sem hann á að vera," sagði Atli Sveinn.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Við biðjumst velvirðingar á vindhljóðum í viðtalinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner