Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 23. júlí 2020 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atli Sveinn: Þeir munu bara skora í næstu leikjum
Tilfinningaleikur.
Tilfinningaleikur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er súrt. Við komum hingað til að sækja þrjú stig," sagði Atli Sveinn Þórarisson, annar þjálfara Fylkis, eftir tap sínum gömlu heimaslóðum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Fylkir

Lokatölur voru 3-0. Það vantaði herslumuninn hjá Fylki í sóknarleiknum. „Við vorum ekki alveg nægilega beittir fram á við. Við erum að spila ágætlega inn á vellinum en ekki nægilega beittir inn á teig."

„Við erum með fullt af mönnum sem geta skorað mörk og þeir munu bara gera það í næstu leikjum."

Valdimar Þór Ingimundarson var fremsti maður Fylkis stærstan hluta leiksins og hann átti ekki sinn besta dag. „Hugsunin var að fara á bak við Valsarana, þeir standa oft frekar hátt með línuna, við ætluðum að sækja bak við en gerðum það ekki nægilega oft."

Atli virkaði oft á tíðum pirraður á hliðarlínunni. Sá pirringur beindist bæði að dómurum og leikmönnum síns liðs. Fylkismenn voru ósáttir við annað markið sem kom upp úr horni. Þeirra hæsti maður, Ásgeir Eyþórsson, var utan vallar þegar Sebastian Hedlund skoraði með skalla.

„Það sem við vorum ósáttir með þar er að dómarinn skipar Ásgeir út af í aðhlynningu. Það er mjög slæmt að missa hann af velli í föstum leikatriðum. Þeir setja boltann beint á svæðið þar sem hann á að vera," sagði Atli Sveinn.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Við biðjumst velvirðingar á vindhljóðum í viðtalinu.
Athugasemdir
banner