Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 23. júlí 2020 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atli Sveinn: Þeir munu bara skora í næstu leikjum
Tilfinningaleikur.
Tilfinningaleikur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er súrt. Við komum hingað til að sækja þrjú stig," sagði Atli Sveinn Þórarisson, annar þjálfara Fylkis, eftir tap sínum gömlu heimaslóðum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Fylkir

Lokatölur voru 3-0. Það vantaði herslumuninn hjá Fylki í sóknarleiknum. „Við vorum ekki alveg nægilega beittir fram á við. Við erum að spila ágætlega inn á vellinum en ekki nægilega beittir inn á teig."

„Við erum með fullt af mönnum sem geta skorað mörk og þeir munu bara gera það í næstu leikjum."

Valdimar Þór Ingimundarson var fremsti maður Fylkis stærstan hluta leiksins og hann átti ekki sinn besta dag. „Hugsunin var að fara á bak við Valsarana, þeir standa oft frekar hátt með línuna, við ætluðum að sækja bak við en gerðum það ekki nægilega oft."

Atli virkaði oft á tíðum pirraður á hliðarlínunni. Sá pirringur beindist bæði að dómurum og leikmönnum síns liðs. Fylkismenn voru ósáttir við annað markið sem kom upp úr horni. Þeirra hæsti maður, Ásgeir Eyþórsson, var utan vallar þegar Sebastian Hedlund skoraði með skalla.

„Það sem við vorum ósáttir með þar er að dómarinn skipar Ásgeir út af í aðhlynningu. Það er mjög slæmt að missa hann af velli í föstum leikatriðum. Þeir setja boltann beint á svæðið þar sem hann á að vera," sagði Atli Sveinn.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Við biðjumst velvirðingar á vindhljóðum í viðtalinu.
Athugasemdir
banner