Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   sun 23. október 2022 19:59
Haraldur Örn Haraldsson
Gústi Gylfa: Mér fannst það mjög einkennileg dómgæsla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar var svekktur eftir að liðið hans tapaði 3-0 á heimavelli gegn KA í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  3 KA

„Bara ekki nógu gott, við komum sterkir inn í leikinn fyrstu 10-15 mínúturnar þar sem við stjórnum umferðinni en KA mennirnir voru þéttir til baka. Við fáum þarna eitt sérstaklega gott færi og einhver 1-2 góð upphlaup sem við hefðum átt að skora úr. Svona jafnræði með liðunum kannski í fyrri hálfleik, fáum svo rautt þarna á okkur og þeir skora mark og þá svona var þetta erfitt í seinni hálfleik. Við vorum reyndar frekar sterkir til að byrja með, breytum aðeins um leikkerfi og vorum þéttir fyrir, við fengum mjög gott færi hérna fljótlega í seinni hálfleik en svo vorum við svona smá klaufalegir í lokin og töpuðum kannski sanngjarnt."

Daníel Laxdal fær að líta rauða spjaldið í þessum leik og það hafa sumir velt því fyrir sér hvort hann sé að hætta eftir þetta tímabil er það svo?

„Nei, hann hættir ekki svona það er alveg ljóst, en já hann fær rautt spjald þarna og það var einhver læti þarna út í horni sem gerir það að verkum að við fáum rautt og gult spjald en KA mennirnir koma nokkuð vel út úr því og fá ekki neitt þannig að mér fannst það mjög einkennileg dómgæsla."

Fyrir þetta atvik voru Stjörnumenn byrjaðir að pirra sig á nokkrum vafasömum dómum hefur þú einhverja skoðun á þeim?

„Það er kannski ástæðan fyrir því að menn voru pirraðir og fengu þetta rauða spjald því að ég er sammála því það voru einkennilegar ákvarðanir hérna sem gerðu það að verkum að þeir skora og við fáum rautt og það kannski breytir gangi leiksins og eftir það var þetta bara dálítið erfitt fyrir okkur. Mér fannst við einum færri vera ágætlega sterkir og héldum áfram einhvernvegin að stjórna leiknum, létum boltan ganga ágætlega vel á milli og ég heyrði það bara að KA menn voru ekkert rosalega ánægðir með sjálfa sig en sigur hjá þeim og bara flott."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Ágúst nánar um samstarf sitt með aðstoðarþjálfaranum Jökli Elísabetarsyni.


Athugasemdir