Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   sun 23. október 2022 19:59
Haraldur Örn Haraldsson
Gústi Gylfa: Mér fannst það mjög einkennileg dómgæsla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar var svekktur eftir að liðið hans tapaði 3-0 á heimavelli gegn KA í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  3 KA

„Bara ekki nógu gott, við komum sterkir inn í leikinn fyrstu 10-15 mínúturnar þar sem við stjórnum umferðinni en KA mennirnir voru þéttir til baka. Við fáum þarna eitt sérstaklega gott færi og einhver 1-2 góð upphlaup sem við hefðum átt að skora úr. Svona jafnræði með liðunum kannski í fyrri hálfleik, fáum svo rautt þarna á okkur og þeir skora mark og þá svona var þetta erfitt í seinni hálfleik. Við vorum reyndar frekar sterkir til að byrja með, breytum aðeins um leikkerfi og vorum þéttir fyrir, við fengum mjög gott færi hérna fljótlega í seinni hálfleik en svo vorum við svona smá klaufalegir í lokin og töpuðum kannski sanngjarnt."

Daníel Laxdal fær að líta rauða spjaldið í þessum leik og það hafa sumir velt því fyrir sér hvort hann sé að hætta eftir þetta tímabil er það svo?

„Nei, hann hættir ekki svona það er alveg ljóst, en já hann fær rautt spjald þarna og það var einhver læti þarna út í horni sem gerir það að verkum að við fáum rautt og gult spjald en KA mennirnir koma nokkuð vel út úr því og fá ekki neitt þannig að mér fannst það mjög einkennileg dómgæsla."

Fyrir þetta atvik voru Stjörnumenn byrjaðir að pirra sig á nokkrum vafasömum dómum hefur þú einhverja skoðun á þeim?

„Það er kannski ástæðan fyrir því að menn voru pirraðir og fengu þetta rauða spjald því að ég er sammála því það voru einkennilegar ákvarðanir hérna sem gerðu það að verkum að þeir skora og við fáum rautt og það kannski breytir gangi leiksins og eftir það var þetta bara dálítið erfitt fyrir okkur. Mér fannst við einum færri vera ágætlega sterkir og héldum áfram einhvernvegin að stjórna leiknum, létum boltan ganga ágætlega vel á milli og ég heyrði það bara að KA menn voru ekkert rosalega ánægðir með sjálfa sig en sigur hjá þeim og bara flott."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Ágúst nánar um samstarf sitt með aðstoðarþjálfaranum Jökli Elísabetarsyni.


Athugasemdir
banner
banner
banner