Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mán 24. febrúar 2014 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Hlíf Hauksdóttir: Geri ráð fyrir því að við tökum Lengjubikarinn líka
Kvenaboltinn
Hlíf Hauksdóttir í leik með ÍBV en hún er auðvitað á mála hjá Val eins og flestum er kunnugt.
Hlíf Hauksdóttir í leik með ÍBV en hún er auðvitað á mála hjá Val eins og flestum er kunnugt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlíf Hauksdóttir, leikmaður Vals í Pepsi-deild kvenna, var að vonum ánægð með sigur liðsins á Reykjavíkurmótinu í kvöld en þetta var í sjöunda sinn í röð sem liðið vinnur þennan titil.

Hlíf byrjaði á varamannabekknum hjá Val í kvöld en kom inná í hálfleik. Hún skoraði sigurmark Vals í leiknum en það var af fallegri gerðinni þar sem hún lyfti boltanum snyrtilega yfir markvörð Fylkis og í fjærhornið.

,,Ég er virkilega ánægð með þetta. Fylkisliðið það leynir alltaf á sér og það er ekkert gefið á móti þeim þannig við erum mjög ánægðar," sagði Hlíf við Fótbolta.net í kvöld.

,,Mæta fastar fyrir og vera ekki ódýrar. Þær eru alltaf klárar og maður þarf að vera á tánum."

,,Ég veit ekki hvort ég skilaði þessum titli í hús, bara liðsheildin. Skiptir engu hver klárar þetta, síðasta touchið. Við erum búnar að æfa virkilega vel en allar kannski þungar á sér á þessu móti."

,,Það sést oft á síðasta touchinu stundum að við erum ný komnar af lyftingaræfingu. Edda og Helena eru að láta okkur finna vel fyrir því á æfingum þannig ég held að við verðum flottar í sumar."

Valur vann þarna sinn sjöunda Reykjavíkurmótstitil í röð en liðið stefnir á að berjast um Lengjubikarinn einnig sem hefst á næstu dögum.

,,Allir titlar eru vel þegnir á Hlíðarenda en ég geri ráð fyrir því að við tökum þann titil líka í Lengjubikarnum," sagði hún að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner