„Þetta var fínn séns fyrir okkur til að vinna Dani loksins. Þetta er böggandi. Við hefðum getað gert betur. Við endurstillum núna, förum yfir þennan leik og bætum það sem þarf að bæta," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði eftir 2-1 tapið gegn Dönum í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 2 Danmörk
„Við hefðum þurft að halda boltanum betur. Við vorum að tapa honum á hættulegum stöðum og vorum lengi til baka. Þau færi sem þeir fengu komu eftir okkar mistök."
„Þetta var ströggl á sumum tímapunktum í leiknum en mér fannst flæðið okkar ekkert slæmt. Við náðum upp spili við og við og vorum að spila okkur í gegnum þá. Það vantaði bara herslumuninn eins og maðurinn sagði."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir