„Ég held að Valur verði með meiri gæði en önnur lið en á eftir þeim held ég að bilið milli liða sé minna, lið hafa styrkt sig vel, tekið inn erlenda leikmenn sem geta verið það sem skilur á milli," sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, við Fótbolta.net í síðustu viku. Rætt var við Nik í tilefni af því að nýtt tímabil er að hefjast - Besta deild kvenna fer af stað á þriðjudag.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 5. sæti
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 5. sæti
„Ég vonast eftir því að við getum byggt ofan á síðasta sumri. Við verðum að vera þéttari til baka því við höfum fengið á okkur of mörg mörk síðustu ár. Ég er viss um að ef við gerum það þá verðum við í flottum málum."
Nik segir að Þróttur geti fyllt skarðið sem Katie Cousins með öðrum leikmönnum, aðrir leikmenn stigi upp og þá hafa aðrir erlendir leikmenn verið sóttir.
„Þetta var eins eftir tímabilið 2020, við höfum verið ágæt í því að finna leikmenn í staðinn fyrir þá sem við höfum misst og höfum alltaf bætt einhverju öðru við inn í hópinn líka. Vonandi verður það eins í ár."
Nik segist vera búinn að loka leikmannahópnum þrátt fyrir meiðsli í sóknarlínunni. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Sjá einnig:
Linda Líf ekkert með og Ólöf missir af stórum hluta tímabilsins
Athugasemdir
























