Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mán 24. apríl 2023 22:05
Haraldur Örn Haraldsson
Halldór Smári: Ef við höldum hreinu þá vinnum við
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu stórsigur á KR í kvöld 3-0 á heimavelli. Halldór Smári Sigurðsson fyrirliði liðsins var eins og vanalega sem klettur í vörninni og kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 KR

„Ég held að þetta sé bara áframhald af því sem er búið að vera. Við erum bara búnir að vera mjög þéttir fyrstu tveim núna þrem leikjunum og skeinuhættir síðan inn á milli. Við vitum bara að ef við höldum hreinu þá vinnum við, því við skorum alltaf mörk. Þannig að ég er bara mjög sáttur."

Sagði Halldór en Víkingur hefur ekki fengið á sig mark í deildinni hingað til og Halldór hefur verið stór ástæða fyrir því.

„Þetta er geðveikt, hreint lak er betra en mark fyrir mér þannig þetta er bara geðveikt."

Víkingar hafa unnið alla sína leiki á tímabilinu og því gætu varla hafa byrjað betur.

„Í rauninni ekki (hægt að byrja um betri byrjun) nema kannski ef ég hefði skorað eitthvað, það hefði verið einhver plús en nei bara það er ekki hægt að byðja um betri byrjun. 9 stig og ekki búið að fá mark á okkur það er bara geðveikt."

Liðið missti 2 menn af velli vegna meiðsla í dag og svo hafa aðrir verið að meiðast fyrir þennan leik, hefur þetta áhrif á leik ykkar?

„Nei ekki neitt, það bara þekkja allir sín hlutverk og nú er Gunnar Vatnhamar kominn inn og átti frábæran leik í dag sem er ekki auðvelt að fá fyrsta start á máti KR í svona alvöru slag. Þannig hann sýndi að hann getur leyst þetta af og þá verður það bara við tveir." 

En er ekkert slæmt að hópurinn verður þynnri með meiðslunum?

„Auðvitað er þetta ekkert ákjósanlegt, en þetta er fótbolti og meiðsli gerast og það er svo sem ekkert hægt að segja við því. Ekki gott en við leysum úr því."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir