
„Þetta var frábær leikur í alla staði. Stelpurnar stóðu sig virkilega virkilega vel og í rauninni sko þótt úrslistin séu stór þá hefðu þau geta orðið enn stærri við fengum nokkur önnur dauðafæri sem við fórum illa með og Birta varði nokkrum sinnum mjög vel í markinu en fyrst og fremst var frammistaðan geggjuð hjá öllu liðinu.“
Sagði kampakátur Gunnar Magnús Jónsson þjálfari eftir stórsigur hans kvenna á Stjörnunni í Keflavík í kvöld.
Sagði kampakátur Gunnar Magnús Jónsson þjálfari eftir stórsigur hans kvenna á Stjörnunni í Keflavík í kvöld.
Lestu um leikinn: Keflavík 5 - 0 Stjarnan
Keflavík mætti til leiks af gríðarlegum krafti og komst yfir strax í blábyrjun leiks. Það hefur væntanlega glatt þjálfarahjartað?
„Við erum svolítið að reyna leggja upp með einmitt þetta, vera tilbúnar og vera svolítið kröftugar eins og KR leikurinn var en hann var ekkert ósvipaður, vorum aggressívar og gáfum ekki færi á okkur og Stjarnan náði ekki að sýna neitt í dag því við bara tókum það ákveðið á þeim.“
Innan raða Keflavíkur má finna margar ungar og efnilegar stelpur sem hafa verið að fá tækifæri og svöruðu þær kallinu að mati þjálfarans í dag?
„Það voru skakkaföll hjá okkur í dag alveg eins og hjá Stjörnunni en þær sem komu inn í liðið sem hafa ekki verið að byrja stóðu sig frábærlega og það skipti í raun engu máli því liðsheildin var það sterk. Svo geri ég 3 skiptingar kemur inn hún Una sem hefur verið á láni í Grindavík og síðan settum við tvær 14 ára stelpur inná sem hafa verið að standa sig frábærlega og eiga framtíðina fyrir sér.“
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir