Stefán Árni Geirsson skoraði jöfnunarmark Leiknis þegar liðið mætti Þór í Inkasso-deildinni í dag.
Leikurinn endaði 1-1, en Stefán Árni jafnaði fyrir 10 leikmenn Leiknis gegn 11 leikmönnum Þórs. Bjarki Aðalsteinsson, varnarmaður Leiknis, fékk að líta rauða spjaldið í stöðunni 1-0 fyrir Þór í fyrri hálfleik.
Leikurinn endaði 1-1, en Stefán Árni jafnaði fyrir 10 leikmenn Leiknis gegn 11 leikmönnum Þórs. Bjarki Aðalsteinsson, varnarmaður Leiknis, fékk að líta rauða spjaldið í stöðunni 1-0 fyrir Þór í fyrri hálfleik.
Lestu um leikinn: Þór 1 - 1 Leiknir R.
„Mér fannst við mikið betri heilt yfir. Það var leiðinlegt að fá á okkur markið, en það sló okkur ekki út af laginu. Við fáum svo þetta rauða spjald, en við sýnum enn að við erum mjög gott lið. Við vorum líklegri allan tímann," sagði Stefán.
Hann trúði því ekki þegar rauða spjaldið fór á loft.
„Ég var bara að hugsa um hvort hann væri að fara að fá gult spjald. Ég átti aldrei von á rauðu spjaldi. Mér skilst að aðstoðardómarinn hafi ákveðið rauða spjaldið. Ég botna ekki í því, en við héldum bara áfram. Svona er þetta stundum í fótbolta."
Um markið sagði hann: „Ég fæ boltann og skýt og vona það besta. Ég skýt ekki nægilega mikið á markið. Þú verður að skjóta til þess að skora og það heppnaðist núna."
Stefán er á láni hjá Leikni frá KR. Honum hefur liðið vel í Breiðholtinu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir