PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   lau 24. ágúst 2019 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán Árni: Sýnum að við erum mjög gott lið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Stefán Árni Geirsson skoraði jöfnunarmark Leiknis þegar liðið mætti Þór í Inkasso-deildinni í dag.

Leikurinn endaði 1-1, en Stefán Árni jafnaði fyrir 10 leikmenn Leiknis gegn 11 leikmönnum Þórs. Bjarki Aðalsteinsson, varnarmaður Leiknis, fékk að líta rauða spjaldið í stöðunni 1-0 fyrir Þór í fyrri hálfleik.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Leiknir R.

„Mér fannst við mikið betri heilt yfir. Það var leiðinlegt að fá á okkur markið, en það sló okkur ekki út af laginu. Við fáum svo þetta rauða spjald, en við sýnum enn að við erum mjög gott lið. Við vorum líklegri allan tímann," sagði Stefán.

Hann trúði því ekki þegar rauða spjaldið fór á loft.

„Ég var bara að hugsa um hvort hann væri að fara að fá gult spjald. Ég átti aldrei von á rauðu spjaldi. Mér skilst að aðstoðardómarinn hafi ákveðið rauða spjaldið. Ég botna ekki í því, en við héldum bara áfram. Svona er þetta stundum í fótbolta."

Um markið sagði hann: „Ég fæ boltann og skýt og vona það besta. Ég skýt ekki nægilega mikið á markið. Þú verður að skjóta til þess að skora og það heppnaðist núna."

Stefán er á láni hjá Leikni frá KR. Honum hefur liðið vel í Breiðholtinu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner