Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
banner
   mán 25. mars 2019 23:02
Brynjar Ingi Erluson
Gylfi Þór: Þetta var mjög erfitt sóknarlega
Icelandair
Gylfi Þór SIgurðsson í leiknum gegn Frökkum í kvöld
Gylfi Þór SIgurðsson í leiknum gegn Frökkum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábært lið sóknarlega og varnarlega. Hvernig þeir hreyfa boltann og eru án hans er í fyrsta klassa og þetta er eitt af bestu liðum heims," sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkjandi 4-0 tap gegn heimsmeistaraliði Frakklands á Stade de France í kvöld.

Lestu um leikinn: Frakkland 4 -  0 Ísland

Þetta var annar leikur íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins en Frakkar byrjuðu vel og komust yfir á 11. mínútu með marki frá Samuel Umtiti. Olivier Giroud, Kylian Mbappe og Antoine Griezmann bættu við mörkum og 4-0 sigur staðreynd.

Íslenska liðið spilaði fimma manna vörn og voru mjög aftarlega á vellinum og reyndist erfitt að sækja á franska liðið.

„Auðvitað vorum við inn í leiknum í 1-0 en þeir áttu séns á að skora tvö eða þrjú í fyrri hálfleik. Þetta var mjög erfitt sóknarlega og við vorum það djúpir varnarlega að það var erfitt þegar við unnum boltann að sækja og flestir voru inn á okkar vallarhelming."

„Það teygðist aðeins á þessu í stöðunni 2-0 og við að taka smá sénsa en það býður hættunni gegn svona leikmönnum. Þetta var erfitt fyrir mig og Albert. Hann gerði nokkrum sinnum vel að hlaupa út í horn og vinna innköst og aukaspyrnur en við vorum langt frá hvorum öðrum, vitandi það að þeir myndu halda boltanum vel og sækja vel." sagði hann ennfremur.

Gylfi var ólíkur sjálfum sér í leiknum og náði sér ekki á strik eins og svo margir aðrir í liðinu en hann var tæpur fyrir leikinn.

„Ég var alltaf að fara að spila en var með smá verk í fætinum og verkjatöflurnar voru ekki byrjaðir að kicka inn í upphituninni en það gerðist þegar við vorum komnir út."

Íslenska liðið er í baráttu um 2. sætið í riðlinum og verða næstu þrír leikir liðsins mikilvægir en þeir fara allir fram á Laugardalsvelli.

„Við vissum að Frakkarnir yrðu þeir sem myndu taka fyrsta sætið en auðvitað eru það leikirnir á móti Tyrklandi og Albaníu sem skipta máli. Aðalatriðið var sett á að taka þrjú stig á móti Andorra og leikirnir í sumar á móti liðunum sem verða örugglega í kringum okkur, þannig ef við spilum vel í sumar og tökum sex stig þar þá verðum við í mjög góðum málum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner