„Mér líst þokkalega á þessa spá. Innan hópsins erum við með markmið og viljum vera hærra. Er ekki alltaf markmiðið að ná í Evrópusæti? Það er markmiðið hjá okkur, get alveg sagt það."
Þetta sagði Unnur Dóra Bergsdóttir, fyrirliði Selfoss, í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku. Besta deild kvenna hefst á morgun og er Selfossi spáð 3. sæti deildarinnar í sumar.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 3. sæti
Þetta sagði Unnur Dóra Bergsdóttir, fyrirliði Selfoss, í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku. Besta deild kvenna hefst á morgun og er Selfossi spáð 3. sæti deildarinnar í sumar.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 3. sæti
„Veturinn er búinn að vera frábær, þeir leikmenn sem hafa komið inn eru að koma sterkir inn og mórallinn er mjög góður."
„Lengjan [Lengjubikarinn] var kannski ekki alveg eins og við vildum. Það er kominn nýr þjálfari, honum fylgja nýjar áherslur og við erum bara mjög spenntar fyrir þessu. Þetta er allt að smella saman."
Björn Sigurbjörnsson er nýr þjálfari Selfoss og Sif Atladóttir, eiginkona Björns, mun spila með liðinu í sumar.
„Þau hafa komið mjög vel inn í hlutina, það kom mér svo sem ekkert á óvart. Sif er mikill leiðtogi, innan sem utan vallar, mikil fyrirmynd og frábært að fá hana inn í hópinn."
„Bjössi er að koma inn með nýjar áherslur, áherslur sem við kannski þurftum á að halda. Við erum með nýjan leikstíl og allt er að smella saman."
„Við erum í raun komin með alveg nýjan leikstíl, þetta verður öðruvísi sumar. Þessi leikstíll hentar mér betur en sá sem við höfðum verið með í mörg ár. Það er fínt að fá eitthvað nýtt," sagði Unnur.
Athugasemdir























