Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mán 25. apríl 2022 23:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Er ekki alltaf markmiðið að ná í Evrópusæti?"
Kvenaboltinn
Unnur Dóra
Unnur Dóra
Mynd: Hrefna Morthens
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst þokkalega á þessa spá. Innan hópsins erum við með markmið og viljum vera hærra. Er ekki alltaf markmiðið að ná í Evrópusæti? Það er markmiðið hjá okkur, get alveg sagt það."

Þetta sagði Unnur Dóra Bergsdóttir, fyrirliði Selfoss, í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku. Besta deild kvenna hefst á morgun og er Selfossi spáð 3. sæti deildarinnar í sumar.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 3. sæti

„Veturinn er búinn að vera frábær, þeir leikmenn sem hafa komið inn eru að koma sterkir inn og mórallinn er mjög góður."

„Lengjan [Lengjubikarinn] var kannski ekki alveg eins og við vildum. Það er kominn nýr þjálfari, honum fylgja nýjar áherslur og við erum bara mjög spenntar fyrir þessu. Þetta er allt að smella saman."


Björn Sigurbjörnsson er nýr þjálfari Selfoss og Sif Atladóttir, eiginkona Björns, mun spila með liðinu í sumar.

„Þau hafa komið mjög vel inn í hlutina, það kom mér svo sem ekkert á óvart. Sif er mikill leiðtogi, innan sem utan vallar, mikil fyrirmynd og frábært að fá hana inn í hópinn."

„Bjössi er að koma inn með nýjar áherslur, áherslur sem við kannski þurftum á að halda. Við erum með nýjan leikstíl og allt er að smella saman."

„Við erum í raun komin með alveg nýjan leikstíl, þetta verður öðruvísi sumar. Þessi leikstíll hentar mér betur en sá sem við höfðum verið með í mörg ár. Það er fínt að fá eitthvað nýtt,"
sagði Unnur.
Athugasemdir
banner
banner