Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   sun 25. ágúst 2013 20:01
Magnús Már Einarsson
Hemmi Hreiðars: Gátum gert þetta fyrir gamla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég ætla ekki að ljúga neinu. Það er þungu fargi af okkur létt," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir 1-0 sigur á Fylki í kvöld en þetta var fyrsti sigur liðsins í sjö leikjum.

,,Eftir því sem lengra líður þá verður þetta erfiðara og maður verður efins með ýmsa hluti en við höfum haldið okkur við okkar prinspp og haldið okkar leik áfram."

Aziz Kemba, kantmaður frá Úganda, spilaði sinn fyrsta leik með ÍBV í dag. ,,Hann kom nokkuð ferskur inn í þetta fyrir okkur. Hann var fínn á kantinum og hann gat keypt smá tíma fyrir okkur. Hann er flinkur og snarpur. Hann náði að taka menn á og bíða eftir að menn kæmu fram völlinn."

Ragna Lóa Stefánsdóttir, eiginkona Hermanns, þjálfar kvennalið Fylkis. David James sagði í viðtali eftir leik að hún yrði ekki ánægð með sigur ÍBV en Hermann segir það ekki rétt. ,,Hún hélt pottþétt með ÍBV enda Eyjamaður mikill," sagði Hermann.

David James spilaði sinn 1000. leik á ferlinum í dag og átti flottan leik.

,,Hann var líklega besti maður vallarins. Hann gerði engin mistök og gerði allt sem hann gerði frábærlega. Menn muna eftir sínum 1000. leik og við vildum gera þetta eftirminnilegan leik fyrir jákvæða hluti og það tókst. Við gátum gert þetta fyrir gamla," sagði Hermann.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner