„Það var rosalega mikið sem var gott hjá okkur í leiknum í dag," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA í kvöld eftir að liðið burstaði Stjörnuna 6-0 í dag. Stjarnan er eitt af liðunum sem búist er að verði í toppbaráttunni í sumar en ÍA eru nýliðar í deildinni.
„Ég var sérstaklega ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn. Við vorum vinnusamir og grimmir í aðgerðum varnar- og sóknarlega. Við gáfum engin færi á okkur og vorum þéttir. Stjarnan skapaði ekkert af færum svo ég var virkilega ánægður með grunnvinnuna sem strákarnir voru tilbúnir að leggja á sig," bætti hann við.
„Það er alltaf gaman að vinna og allt það en ég var fyrst og fremst ánægður með grimmdina og skipulagið hjá strákunum fyrir utan að þeir eru fantagóðir í fótbolta."
Nánar er rætt við Jóa Kalla í sjónvarpinu að ofan. Hann ræðir komu Tryggva Hrafns Haraldssonar og miðvarðarins Marcus Johanson. En ætlar hann að styrkja liðið frekar?
„Við erum ótrúlega sáttir með hópinn, það er samkeppni um stöður og meðan menn eru tilbúnir að leggja á sig erum við sáttir," sagði hann.
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir






















