Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 26. júní 2023 21:54
Sverrir Örn Einarsson
Caroline: Þessi íþrótt getur verið grimm
Kvenaboltinn
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Caroline Mc Cue Van Slambrouck varnarmaður Keflavíkur var að vonum svekkt að leikslokum eftir 1-0 tap Keflavíkur gegn Tindastól á HS Orkuvellinum í kvöld. Þrátt fyrir að vera mun meira með boltann í leiknum gekk Keflavík illa að skapa sér afgerandi færi og virtist í raun ekki líklegt til að skora í leiknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Tindastóll

„Úrslitin eru augljóslega gríðarleg vonbrigði. Við komum inn í leikinn og áttum fleiri skot, pressuðum þær en þessi íþrótt getur verið grimm. Betra liðið vinnur ekki alltaf. Ég er samt líka stolt af liðinu mínu og þeirri átt sem við erum að fara í. Þegar þú skoðar og berð saman leikina okkar í ár við fyrri tímabil sem ég hef verið hérna þá sést sú staðreynd að við orðnar pressulið sem á fleiri skot á markið en andstæðingurinn sem ég held að segi margt um þá vegferð sem liðið er á.“

Eins og áður sagði gekk Keflavíkurliðinu bölvanlega að skapa sér teljandi færi í leiknum og þau sem liðið á annað borð runnu út í sandinn mörg hver. Bara einn af þessum dögum?

„Bara slæmur dagur en við höldum áfram. Þetta er hörkuhópur sem við erum með hérna. Við erum seigar og það er engin efi í mínum huga að þetta er bara olía á okkar eld. Við höfum séð að við getum keppt við bestu liðin og ef eitthvað þá er þetta bara hvatning til að rísa upp og halda áfram.“

Næst á dagskrá hjá Keflavík er heimsókn frá öðru liði af norðurlandi þegar Þór/KA kemur í heimsókn. Liðin hafa þegar mæst tvisvar í sumar og hefur Keflavík farið með sigur af hólmi í báðum leikjum. Caroline og hennar stöllur því eflaust staðráðnar að bæta þriðjá sigrinum í safnið.

„Það er gaman að spila gegn Þór/KA. Þær hafa gert mjög vel á þessu tímabili og í þessum leikjum sem við höfum mætt þeim hefur það hentað okkur mjög vel. Kantmenn okkar hafa fengið mikið pláss til að koma með fyrirgjafir og gera það sem kantmenn gera best.“

Sagði Caroline en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner