Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   þri 27. nóvember 2018 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Elmar í KR-treyjunni: Það eru einhverjar viðræður í gangi
Theodór Elmar Bjarnason á vellinum í kvöld
Theodór Elmar Bjarnason á vellinum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Theodór Elmar Bjarnason var mættur í KR-búninginn í kvöld en það eru fjórtán ár síðan hann spilaði síðast með liðinu. Hann spilaði 75 mínútur er KR vann Stjörnuna og tryggði sig í úrslitaleikinn.

Elmar lék á miðjunni og gerði vel en hann var sjálfur í skýjunum með að fá að spila og útilokaði það ekki að semja við KR næsta sumar.

„Þetta er skemmtilegt. Þakka þeim auðvitað fyrir að leyfa mér að vera með og halda mér í formi og svo sjáum við hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Elmar við Fótbolta.net.

„Það er alveg pæling og það eru einhverjar viðræður. Við erum að þreifa á hvorum öðrum og það er ekkert útilokað að það gerist. Ég er alltaf spenntur fyrir því að klára ferilinn heima en það er kannski fullsnemmt."

„Þeir vilja samt sjá titil og ég vil vinna titil á ferlinum og það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að ég komi. Ég er með nokkur tilboð í hendi og er að vega og meta alla pakka. Það spilar inn í ýmislegt tildæmis hvað er best fyrir fjölskylduna og fjárhagur og annað."


Elmar er með nokkur tilboð á borðinu frá félögum í Tyrklandi, Grikklandi og Kýpur en hann ætlar að fara vandlega yfir málin á næstu dögum.

„Þegar ég er með allt á borðinu get ég tekið bestu ákvörðunina. Það eru flest tilboð frá Tyrklandi og svo frá Grikklandi og Kýpur en ég bíð og sé hvað gerist. Það er frábært að vera í Tyrklandi en pirrandi hvernig fór fyrir klúbbnum á þessari leiktíð. Ég sé ekki eftir því að hafa prófað þetta því ég kynntist fullt af frábæru fólki og fékk að upplifa nýjan kúltur og það var skemmtileg upplifun."

Honum fannst það vera öðruvísi upplifun að spila í Kórnum enda ekki vanur að spila á slíku undirlagi.

„Ég var kominn með krampa í endann og þetta er ekki alveg undirlag sem ég er vanur að spila á. Það er skemmtilegt að koma aftur í vesturbæinn, þetta var mikið tempó og fínt tempó miðað við að það sé nóvember," sagði hann í lokin.

Ekki er útilokað að Elmar spili með KR í næstu leikjum en hann vonast sjálfur til þess að spila með liðinu í úrslitaleiknum í Bose-mótinu.
Athugasemdir
banner