Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 27. nóvember 2018 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Elmar í KR-treyjunni: Það eru einhverjar viðræður í gangi
Theodór Elmar Bjarnason á vellinum í kvöld
Theodór Elmar Bjarnason á vellinum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Theodór Elmar Bjarnason var mættur í KR-búninginn í kvöld en það eru fjórtán ár síðan hann spilaði síðast með liðinu. Hann spilaði 75 mínútur er KR vann Stjörnuna og tryggði sig í úrslitaleikinn.

Elmar lék á miðjunni og gerði vel en hann var sjálfur í skýjunum með að fá að spila og útilokaði það ekki að semja við KR næsta sumar.

„Þetta er skemmtilegt. Þakka þeim auðvitað fyrir að leyfa mér að vera með og halda mér í formi og svo sjáum við hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Elmar við Fótbolta.net.

„Það er alveg pæling og það eru einhverjar viðræður. Við erum að þreifa á hvorum öðrum og það er ekkert útilokað að það gerist. Ég er alltaf spenntur fyrir því að klára ferilinn heima en það er kannski fullsnemmt."

„Þeir vilja samt sjá titil og ég vil vinna titil á ferlinum og það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að ég komi. Ég er með nokkur tilboð í hendi og er að vega og meta alla pakka. Það spilar inn í ýmislegt tildæmis hvað er best fyrir fjölskylduna og fjárhagur og annað."


Elmar er með nokkur tilboð á borðinu frá félögum í Tyrklandi, Grikklandi og Kýpur en hann ætlar að fara vandlega yfir málin á næstu dögum.

„Þegar ég er með allt á borðinu get ég tekið bestu ákvörðunina. Það eru flest tilboð frá Tyrklandi og svo frá Grikklandi og Kýpur en ég bíð og sé hvað gerist. Það er frábært að vera í Tyrklandi en pirrandi hvernig fór fyrir klúbbnum á þessari leiktíð. Ég sé ekki eftir því að hafa prófað þetta því ég kynntist fullt af frábæru fólki og fékk að upplifa nýjan kúltur og það var skemmtileg upplifun."

Honum fannst það vera öðruvísi upplifun að spila í Kórnum enda ekki vanur að spila á slíku undirlagi.

„Ég var kominn með krampa í endann og þetta er ekki alveg undirlag sem ég er vanur að spila á. Það er skemmtilegt að koma aftur í vesturbæinn, þetta var mikið tempó og fínt tempó miðað við að það sé nóvember," sagði hann í lokin.

Ekki er útilokað að Elmar spili með KR í næstu leikjum en hann vonast sjálfur til þess að spila með liðinu í úrslitaleiknum í Bose-mótinu.
Athugasemdir
banner
banner