Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   þri 28. febrúar 2023 14:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Ánægður að vera kominn heim - „Auðvitað þarf það að halda áfram"
Stefan Ingi Sigurðarson.
Stefan Ingi Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik varð Íslandsmeistari síðasta sumar.
Breiðablik varð Íslandsmeistari síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK spilar í Bestu deildinni í sumar.
HK spilar í Bestu deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
'Maður bætir sig mikið á því að vera að með þessa leikmenn í kringum sig. Ég er sáttur með að það sé samkeppni, það á að vera þannig'
'Maður bætir sig mikið á því að vera að með þessa leikmenn í kringum sig. Ég er sáttur með að það sé samkeppni, það á að vera þannig'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Ingi Sigurðarson hefur verið einn heitasti leikmaðurinn á undirbúningstímabilinu hér á Íslandi. Hann er mættur heim úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum og stefnir á að leiða sóknarlínuna fyrir uppeldisfélag sitt, Breiðablik, í sumar.

Stefán Ingi skrifaði nýverið undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir til ársins 2024, var hann verðlaunaður fyrir öfluga frammistöðu í vetur.

„Ég er virkilega sáttur," sagði Stefán Ingi í samtali við Fótbolta.net um nýjan samninginn. „Þetta er uppeldisfélagið mitt og ég er mjög spenntur fyrir komandi árum. Ég er mjög glaður."

Tók þrjú og hálft ár í Boston
Stefán var að útskrifast í vetur með B.S. gráðu í fjármálum frá Boston College. Hann spilaði fótboltameðfram náminu.

„Þetta voru skrítin ár í Bandaríkjunum. Ég fer út og svo byrjar Covid nokkrum mánuðum seinna. Ég var heima í heilt ár að spila. Svo fer ég aftur út í nokkurn veginn fjarnám, allt á netinu. Þetta voru í raun skemmtileg ár, en ég er virkilega ánægður að vera kominn til Íslands."

Er þetta upplifun sem hann myndi mæla með fyrir íslenska fótboltamenn að taka?

„Já, en þetta er kannski líka ekki fyrir alla. Ég þekki marga sem eru að koma heim eftir eina önn eða eitt ár. Þetta er happ og glapp stundum hvort þú lendir á góðum þjálfara eða virkilega erfiðum. Þetta var skrítin upplifun hjá mér með að vera að fara út og koma aftur heim, en ég naut mín vel. Ég var með Íslendinga með mér og var í Boston sem er ein af skemmtilegri borgum Bandaríkjanna."

Stefán segist núna vera í vinnu tengdri fjármálum hér á Íslandi. „Það er gott að geta nýtt gráðuna í eitthvað."

Eðlilegt skref að fara á láni
Stefán, sem er nýorðinn 22 ára, hefur undanfarin tímabil verið lánaður frá Breiðabliki á meðan hann var að klára námið. Hann hefur farið til Grindavíkur, ÍBV og nú síðast HK þar sem hann raðaði inn mörkunum í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Vegna námsins gat hann ekki spilað allt tímabilið á Íslandi.

Í vetur hefur hann náð að æfa á fullu með Breiðabliki og hefur fengið mikið hrós fyrir frammistöðu sína. „Ég veit að það er búið fjárfesta vel þarna, en besti framherji Breiðabliks í dag er Stefán Ingi Sigurðarson," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net á dögunum.

„Ég er mjög ánægður með það hvernig hefur gengið heilt yfir," segir Stefán um undirbúningstímabilið. „Auðvitað eru leikir og æfingar sem hafa ekki verið nógu góðar. Úrslitaleikurinn í Þungavigtabikarnum á móti FH var ekki nógu góður hjá mér. Svo var erfiður leikur á móti Leikni, en heilt yfir finnst mér ég hafa staðið mig vel og ég er ánægður. Auðvitað þarf það að halda áfram."

„Fyrir sjálfan mig er ég auðvitað pirraður þegar ég spila ekki vel. Það skiptir ekki máli hvort það sé sumar eða undirbúningstímabil, ég vil alltaf standa mig vel. Það er ekki gaman að tapa, og það skiptir ekki máli hvort það sé Þungavigtabikarinn, .net mótið eða Íslandsmótið. Maður vill bara vinna."

Að fara annað á láni var mikilvæg reynsla að sögn Stefáns. „Alveg klárlega, það hefur hjálpað mér mjög mikið. Sérstaklega lánið hjá HK. Ég vildi sanna að ég væri leikmaður sem gæti skorað mörk. Ég vildi standa mig vel fyrir HK og sýna það að tímabilið hjá ÍBV væri ekki það sem ég hef upp á að bjóða," sagði hann en hann var óheppinn með meiðsli hjá ÍBV.

„Það er erfitt þegar þú ert í háskóla í Bandaríkjunum að búast við að spila eitthvað fyrir Breiðablik. Það var eðlilegt skref fyrir mig að fara á lán og fá þann tíma sem ég þurfti."

Takið vegabréfið af honum og felið það
Á síðasta tímabili skoraði hann tíu mörk í þrettán leikjum með HK í Lengjudeildinni og sex mörk í tveimur bikarleikjum.

Hann fór til Bandaríkjanna áður en tímabilið kláraðist en Valgeir Valgeirsson, þáverandi liðsfélagi Stefáns í HK, grínaðist með það áður en hann fór að það ætti að taka vegabréfið af honum og fela það. Stefán væri það mikilvægur fyrir HK.

„Það var erfitt að fara frá HK á þeim tímapunkti, en það var aðeins léttara út af því að ég vissi alltaf að ég væri að fara. Það var alltaf efst í heilanum að það væru ekkert margir leikir eftir. Ég reyndi að skoða ekki hversu margir leikir væru eftir, ég vildi það ekki."

HK endaði á því að komast upp í Bestu deildina, og svo varð Breiðablik einnig Íslandsmeistari.

„Ég fór upp með ÍBV líka, en það var öðruvísi tilfinning fyrir mig því ég var ekki jafnmikið að spila þar. Það var líka geggjað að sjá uppeldisfélagið vinna titil, sérstaklega þegar þetta er svona flottur skjöldur."

Það er rígur á milli Breiðabliki og HK. Verður skrítið fyrir Stefán að mæta HK í sumar eftir að hafa þróað leik sinn vel þar á síðasta ári? „Nei, það held ég ekki. Ég mætti þeim á undirbúningstímabilinu og það var ekkert skrítið. Ég held að það verði alltaf mjög gaman. Fyrsti leikurinn er á móti HK og það verður mjög spennandi. Ég upplifi ekki að þetta verði öðruvísi en aðrir leikir."

Samkeppnin er heilmikil
Leikmannahópur Breiðabliks er stór og sterkur. Samkeppnin er mikil og er Stefán til að mynda að berjast við Klæmint Olsen, markahæsta leikmann í sögu deildarkeppni í Færeyjum, um sóknarmannsstöðuna hjá Kópavogsfélaginu.

„Mér líst mjög vel á þetta. Eins og Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika) sagði þá snýst þetta um frammistöðu. Það hefur hjálpað mér mjög mikið að vera með mikla samkeppni. Þú lítur í kringum þig og það eru virkilega góðir leikmenn í öllum stöðu," segir Stefán.

„Maður bætir sig mikið á því að vera að með þessa leikmenn í kringum sig. Ég er sáttur með að það sé samkeppni, það á að vera þannig."

Er hann vongóður um að vera sóknarmaður númer eitt í sumar? „Ég ætla að reyna að gera mitt besta og spila eins margar mínútur og ég get. Það er undir mér komið hversu margar mínútur það verða. Ég er mjög spenntur að sjá hvað gerist."

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar er Stefán meðal annars spurður að því hvað hann ætlar að skora mörg mörk í sumar. Hann ræðir líka nýliðavalið í MLS-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner