Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 28. apríl 2022 13:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóri Árna: Hafa kannski orðið fyrir smá skakkaföllum síðustu daga
,,Fórum aðrar leiðir í þeim leik og svo sem engin leyndarmál þar''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst vel á leikinn gegn FH. FH-ingar eru með fínt lið, hafa kannski orðið fyrir smá skakkaföllum síðustu daga en eru með öflugan hóp. Þetta er spennandi og verðugt verkefni," sagði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

FH-ingar verða án Eggerts Gunnþórs Jónssonar gegn Blikum og þá tekur Kristinn Freyr Sigurðsson út leikbann.

Halldór sá um að draga andstæðing Breiðabliks í 32-liða úrslitum og var gripinn í viðtal í kjölfarið.

„Allir eru heilir eftir leikinn gegn KR á mánudag. Þeir sem voru utan hóps hjá okkur gegn KR; Mikkel Qvist er að nálgast þetta, Adam [Örn Arnarson] er að koma til baka og Elli er að jafna sig eftir aðgerð og styttist í hann. Þetta lítur bara vel út hjá okkur," sagði Dóri.

„Það er engin spurning um að við lögðum upp með að vera með fullt hús stiga eftir tvo leiki, þú ferð inn í alla leiki til að vinna þá og ef það tekst þá ertu með fullt hús. Það eru búnir tveir leikir af ansi mörgum, við erum ánægðir með stöðuna en það er nóg eftir."

Þurfið þið að gera eitthvað öðruvísi gegn FH heldur en gegn KR?

„Við erum á heimavelli á rennandisléttum gervigrasvellinum okkar. Þó að KR-völlurinn hafi litið vel og það hafi verið unnið vel í honum þá var hann ekki frábær. Við fórum aðrar leiðir í þeim leik og svo sem engin leyndarmál þar. Það má kannski búast við aðeins öðruvísi leik á sunnudag," sagði Dóri.

Í lok viðtals var hann spurður út í að mæta Val í bikarnum og gengið á útivelli samanborið við gengið á heimavelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner