Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   fim 28. apríl 2022 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Kristall: Bara geggjað þegar það er verið að negla mig niður
Kristall Máni Ingason
Kristall Máni Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason skoraði eitt og lagði upp tvö er Víkingur R. vann Keflavík 4-1 í Víkinni í kvöld en liðin áttust við í 10. umferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Keflavík

Kristall hefur farið vel af stað á þessu tímabili og er kominn með þrjár stoðsendingar í fyrstu þremur leikjunum og svo gerði hann sitt fyrsta mark í deildinni í dag. Hann segir að liðið hafi verið ákveðið að svara fyrir 3-0 tapið gegn ÍA.

„Topp fyrri hálfleikur eftir slysið sem gerðist á Skaganum en við sýndum það í dag að við erum helvíti góðir í fótbolta."

„Við kannski þurftum þess ekkert en auðvitað viljum við gera það. Þetta er ekkert stress og svona gerist. Við erum það gott lið og viljum vinna alla leiki,"
sagði Kristall við Fótbolta.net.

Eins og áður kom fram þá skoraði hann eitt og lagði upp tvö en hann var ekki saddur.

„Ég hefði viljað skora annað mark í seinni."

Kristall fékk að finna verulega fyrir því í leiknum en það hafði örlítil áhrif á hann. Leikmaðurinn pirraði sig á því og sparkaði Erni Bjarnason niður og fékk gult spjald fyrir en Ernir hafði fyrr í leiknum fengið spjald fyrir að negla Kristal niður.

„Já, eins og þú sást þá fékk ég gult spjald fyrir það en svona er þetta og það er bara geggjað þegar það er verið að negla mig niður. Auðvitað, það er alltaf verið að koma harkalega aftan í mann og auðvitað vill maður að þeir fái gult spjald."

„Hann er fínn núna meðan hann er heitur en þegar ég leggst í rúmið held ég að ég verði í basli,"
sagði hann ennfremur er hann var spurður út í ástandið á líkamanum.
Athugasemdir
banner