„Tilfinningin er geggjuð. Ég er titlaóður, ég elska að vinna málma, ég elska að vinna dollur og ég er titlaóður," sagði Björgvin Stefánsson, sóknarmaður Hauka, eftir að hans lið vann 3-1 sigur á ÍR í úrslitaleik B-deild Lengjubikars karla.
„Þetta er vonandi fyrsti af mörgum."
„Þetta er vonandi fyrsti af mörgum."
Lestu um leikinn: Haukar 3 - 1 ÍR
Björgvin var í kvöld að spila sinn fyrsta leik með Haukum síðan sumarið 2017 og sinn fyrsta fótboltaleik síðan 2020. Björgvin greindist með gigt í byrjun árs 2020 og hefur lítið getað beitt sér síðan þá. Hann byrjaði hins vegar á lyftæknilyfjum í september á síðasta ári og það hefur breytt heilsu hans til hins betra.
Hann sagði í viðtali við Fótbolta.net fyrr á þessu ári að hann ætlaði sér að snúa aftur en núna er hann búinn að gera það.
„Þetta er búið að vera ótrúlega erfitt. Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu. Ég hef lagt mikið í þetta. Ég ætlaði mér alltaf að koma til baka. Það er geggjuð tilfinning að byrja aftur í fótbolta, ég er búinn að bíða lengi eftir þessu."
Hann segist hafa æft í viku á fullu en þetta sé allt að koma hjá sér. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan. Beðist er velvirðingar á háværri tónlist sem spiluð er í bakgrunninum en það var mikil stemning á Ásvöllum eftir að bikarinn fór á loft.
Athugasemdir