Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 28. júlí 2013 21:59
Magnús Þór Jónsson
Chopart: Maður verður að taka það súra með sætunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kenny Chophart tók danskt spjall eftir jafntefli Stjörnunnar og Víkings í kvöld.

Fyrst spurðum við hann hvort ekki væru vonbrigði að taka bara stig í Ólafsvík í kjölfar frábærs sigurs á KR?

"Þetta voru tvö töpuð stig, við höfðum engin not fyrir KR-leikinn núna.  Við spiluðum frábærlega gegn KR, en komum hingað og vorum ekki tilbúnir andlega frá byrjun.  Gerðum nákvæmlega það sem Víkingar vildu, spiluðum langa bolta í stað þess að fara með jörðinni sem við erum góðir í og það er ástæðan fyrir að við fengum ekki öll stigin, heldur eitt."

Þá var hann spurður hvað verður þess valdandi að lið nær ekki að fylgja því uppleggi sem ætlað er, líkt og þjálfari Stjörnunnar og Kenny sjálfur lýsti að hefði gerst í Ólafsvík.

"Það þarf að berjast. Berjast í 90 mínútur plús gegn þeim.  Í það vorum við ekki tilbúnir í byrjun.  Svo spiluðum við bara upp á þeirra styrkleika með löngum boltum í stað þess að spila á okkar hátt.  Það var bara í rauninni það sem gerðist og skilaði einu stigi."

En þarf ekki Stjarnan einmitt að vera tilbúin í þannig slag, líkt og á Akureyri fyrr á tímabilinu virtist baráttuvilji heimaliðsins slá þá út af laginu.

"Þetta er andlegt. Þetta er í höfðinu á mönnum. Við erum alltaf tilbúnir frá byrjun gegn toppliðunum og við verðum allir að hjálpast að við að finna leið til að vera tilbúnir í alla leiki frá byrjun.  Ef við erum klárir frá byrjun þá vinnum við leik eins og þennan sem við spiluðum í dag!"

Stjarnan missti af gullnu tækifæri til að nálgast FH aftur í toppslagnum, en nú er stórt verkefni framundan gegn KR í bikarnum. Getur Stjarnan skilið þennan leik við sig og keyrt í gang næstu verkefni?

"Já.  Við fengum eitt stig í kvöld og við þurfum að taka það með okkur.  Við höfum ekki tapað nú í langan tíma og það verðum við að taka með okkur á fimmtudaginn.  Ef við vinnum þann leik erum við komnir í bikarúrslit - það er bara málið"

Að lokum vorum við forvitin að vita hvernig Kenny fannst að koma keyrandi í lítið fiskiþorp og spila fótboltaleik undir fjalli með hafið stutt undan, hvernig reynsla er það?

"Völlurinn og umgjörðin um leikinn minnir mig á dönsku 2.deildina, ég hef spilað þar og þekki vel.  En rútuferðalagið var heilmikil upplifun, nokkuð sem maður er ekki vanur að gera á hverjum degi."

En það er jú það verkefni sem maður þarf að klára ef maður vill spila á Íslandi.

"Jájá.  Maður tekur það súra með sætunni".

Við segjum auðvitað að lokum.

Mange tak Kenny!
Athugasemdir
banner