ÍBV tapaði í dag 1-2 gegn Þór á heimavelli. Jón Gísli Ström var skiljanlega svekktur eftir tapið í dag.
,,Leikurin spilaðist svo sem ágætlega, mér fannst við vera betri allan leikinn, þeir fá tvö færi í fyrri hálfleik, þeir bjarga á línu svona þrisvar, þetta einkennir sumarið okkar".
Jón Gísli virkaði flottur í sókn ÍBV í dag og lét finna mikið fyrir sér.
,,Þetta var svo sem allt í lagi, ég hefði viljað pota 1-2 mörkum en þetta var svo sem allt í lagi".
Jón Gísli meiddist snemma og tímabilið varð erfitt hjá honum.
,,Ég meiddist snemma og fór á lán og náði að spila mig í gang og svo hérna og reyndi að vinna mig inn í liðið og Hemmi gaf mér tækifæri i dag sem er bara mjög gott".
ÍBV endaði í 6.sæti í deildinni.
,,Nei, þetta var svo sem allt í lagi en við vildum meira. Það var ekki leikur í sumar þar sem við vorum lélegri en hitt liðið
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























