„Þetta er ástæðan af hverju maður er í þessu," sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.
Lestu um leikinn: Valur 4 - 1 Keflavík
Valur þurfti að vinna botnlið Keflavíkur í lokaumferðinni til að tryggja sér sigur í Pepsi-deildinni. Niðurstaðan varð 4-1 sigur Vals.
„Það er geðveikt að standa uppi sem sigurvegari í þessu móti, erfitt mót - mörg frábær lið. Þetta er ólýsanleg tilfinning, geggjuð stund," sagði Haukur Páll.
„Við byrjuðum á góðum sigri, en svo komu þrjú jafntefli í röð, að mig minnir. Mér fannst við góðir heilt yfir í gegnum allt tímabilið. Þetta var flókinn leikur í dag en við spiluðum frábærlega og eigum skilið að verða Íslandsmeistarar."
„Óli og Bjössi hafa komið með mikinn stöðugleika í þetta. Við byrjuðum á bikarmeistaratitilum og þá kom sigurtilfinning inn í hópinn. Það er frábært að taka tvo Íslandsmeistaratitla á tveimur árum. Geggjað lið."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir