Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar R. gat ekki verið sátt með eitt stig eftir 1-1 jafntefli gegn Fylki í kvöld.
„Nei ég get nú ekki sagt það, þetta eru ótrúlega svekkjandi úrslit í þessum leik. Mér fannst við klárlega eiga að fá þrjú stig úr þessum leik."
„Nei ég get nú ekki sagt það, þetta eru ótrúlega svekkjandi úrslit í þessum leik. Mér fannst við klárlega eiga að fá þrjú stig úr þessum leik."
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 1 Þróttur R.
„Mér fannst við svona mest allan tímann vera með yfirhöndina en þær hafa engu að tapa og þær komu á fullri ferð inn í seinni hálfleikinn og ná marki sem var svolítið erfitt fyrir okkur. En undir lokinn fannst mér við alveg vera með yfirhöndina og hefðum átt að setja annað mark," hafði Álfhildur um leikinn að segja.
Þróttur er sem stendur í 3. sæti deildarinnar og ætla að halda sér þar.
„Já auðvitað, það skiptir okkur ótrúlega miklu máli og við viljum vera eins ofarlega og hægt er, þriðja sætið er auðvitað bara frábært fyrir okkur."
Nánar er rætt um árangurinn í sumar og það sem framundan er hjá liðinu í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir























