Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 30. september 2020 18:24
Ívan Guðjón Baldursson
Jóhann Bjarnason: Ekki mætt svona vel á leiki í efri deildum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hamri mistókst að komast upp í 3. deild þegar liðið tók á móti KFS í úrslitaleik í dag. KFS hafði unnið fyrri leikinn 1-0 í Vestmannaeyjum og því voru Hvergerðingar ennþá vel inni í viðureigninni fyrir seinni leikinn.

Það fór þó ekki vel fyrir heimamenn sem töpuðu 0-1 og munu því spila aftur í 4. deildinni á næsta ári. Jóhann Bjarnason, þjálfari Hamars, var svekktur að leikslokum.

„Þetta er gríðarlegt svekkelsi, sérstaklega eftir leikinn í Eyjum þar sem við fengum mark á okkur á síðustu mínútunni. Það eru hættuleg úrslit að tapa 1-0 úti og mega þá ekki misstíga sig heima. Þetta eru tvö góð lið og ég vil óska KFS strákunum til hamingju, þetta eru flottir strákar," sagði Jóhann að leikslokum.

„Við byrjuðum leikinn vel og vorum kannski óheppnir að fá ekki mark þarna í byrjun. Þetta er svo skrítinn fótbolti oft í fjórðu deildinni, manni finnst maður vera kominn yfir og svo fær maður eitt skítamark í andlitið. Ég tek þetta samt ekki af KFS, þeir voru bara flottir og ég er stoltur af mínum strákum líka.

„Þessi úrslitakeppni er það sem gerir þetta svolítið sexý alltsaman. Við fórum einu skrefi lengra heldur en í fyrra og verðum að sjá hvað við gerum."


Jóhann gæti haldið áfram með Hamar á næstu leiktíð en hann tók við liðinu fyrir tveimur árum.

„Ég er með lausan samning núna og ég veit ekkert. Ég hef svosem alveg áhuga á að vera áfram ef þeir nenna að hlusta á mig. Ég tel mig vera með frábært lið í höndunum sem er skipað af ungum og heimastrákum sem eru tilbúnir til að leggja gríðarlega mikið á sig. Hér er frábær stjórn og umgjörð og allt, við eigum bara eftir að setjast niður og ræða málin.

„Það er allt til staðar hérna í Hveragerði, það er ekki mætt svona vel á marga leiki í efri deildunum en það hefði verið gaman að gleðja fólkið okkar."

Athugasemdir