Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   mið 30. september 2020 18:24
Ívan Guðjón Baldursson
Jóhann Bjarnason: Ekki mætt svona vel á leiki í efri deildum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hamri mistókst að komast upp í 3. deild þegar liðið tók á móti KFS í úrslitaleik í dag. KFS hafði unnið fyrri leikinn 1-0 í Vestmannaeyjum og því voru Hvergerðingar ennþá vel inni í viðureigninni fyrir seinni leikinn.

Það fór þó ekki vel fyrir heimamenn sem töpuðu 0-1 og munu því spila aftur í 4. deildinni á næsta ári. Jóhann Bjarnason, þjálfari Hamars, var svekktur að leikslokum.

„Þetta er gríðarlegt svekkelsi, sérstaklega eftir leikinn í Eyjum þar sem við fengum mark á okkur á síðustu mínútunni. Það eru hættuleg úrslit að tapa 1-0 úti og mega þá ekki misstíga sig heima. Þetta eru tvö góð lið og ég vil óska KFS strákunum til hamingju, þetta eru flottir strákar," sagði Jóhann að leikslokum.

„Við byrjuðum leikinn vel og vorum kannski óheppnir að fá ekki mark þarna í byrjun. Þetta er svo skrítinn fótbolti oft í fjórðu deildinni, manni finnst maður vera kominn yfir og svo fær maður eitt skítamark í andlitið. Ég tek þetta samt ekki af KFS, þeir voru bara flottir og ég er stoltur af mínum strákum líka.

„Þessi úrslitakeppni er það sem gerir þetta svolítið sexý alltsaman. Við fórum einu skrefi lengra heldur en í fyrra og verðum að sjá hvað við gerum."


Jóhann gæti haldið áfram með Hamar á næstu leiktíð en hann tók við liðinu fyrir tveimur árum.

„Ég er með lausan samning núna og ég veit ekkert. Ég hef svosem alveg áhuga á að vera áfram ef þeir nenna að hlusta á mig. Ég tel mig vera með frábært lið í höndunum sem er skipað af ungum og heimastrákum sem eru tilbúnir til að leggja gríðarlega mikið á sig. Hér er frábær stjórn og umgjörð og allt, við eigum bara eftir að setjast niður og ræða málin.

„Það er allt til staðar hérna í Hveragerði, það er ekki mætt svona vel á marga leiki í efri deildunum en það hefði verið gaman að gleðja fólkið okkar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner