„Ég er vonsvikinn með hvernig þetta endaði. Við byrjuðum með smá skjálfta og Íris þurfti einu sinni að verja vel en við unnum okkur inn í leikinn og taktíkinn gekk vel og við sýndum sjálfstraust og trú
og áttum skilið að vinna" Segir Nik Chamberlain þjálfari Þróttar eftir jafntefli gegn Val.
og áttum skilið að vinna" Segir Nik Chamberlain þjálfari Þróttar eftir jafntefli gegn Val.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 1 Valur
Nik var alls ekki sáttur með Arnar Inga Ingvarsson dómara leiksins.
„Ég er ekki sáttur dómarann. Hann leyfir leiknum að halda áfram meðan það eru höfuðmeiðsli og það er ekkert samræmi í því."
Þróttarar fengu á sig klaufalegt jöfnunarmark undir lok leiks sem fór endanlega með möguleika liðsins í Evrópubaráttunni.
„Þetta var svekkjandi mark að fá sig og þá sérstaklega því þetta tekur okkur út úr baráttunni um Meistaradeildarsæti. Ég ánægður að við vorum í baráttunni allt tímabilið og ég er stoltur, ég sagði stelpunum það eftir leik".
„Við getum náð þessu á næsta ári. Við höfum tekið skref á hverju ári. Þetta er í fyrsta sinn sem við förum inn í tímabil og vitum að við getum unnið alla og við höfum gert það. Framtíðin er ansi björt hér."
Athugasemdir