Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 31. mars 2023 16:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Gunnar fer yfir endalokin hjá Fram: Það var faglegur ágreiningur
Gunnar Gunnarsson.
Gunnar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar með bikarinn eftir að Fram vann Lengjudeildina.
Gunnar með bikarinn eftir að Fram vann Lengjudeildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kveður Fram.
Kveður Fram.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Varnarmaðurinn Gunnar Gunnarsson yfirgaf herbúðir Fram fyrir stuttu síðan en hann og félagið komust að samkomulagi um riftun á samningi.

„Þetta endar þannig að við komumst að samkomulagi um starfslok, ég og stjórn Fram. Þetta var búið að fara fram og til baka, og menn voru kannski ekki sammála um allt á faglegum nótum þó það sé allt í góðu núna. Við gerum samkomulag um að enda þetta," sagði Gunnar í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Það er svolítill aðdragandi að þessu. Síðasta vor fer þetta grassera. Það var faglegur ágreiningur. Þrátt fyrir margar góðar stundir í félaginu þá var þetta komið á endastöð."

Hann segist halda með Fram í sumar og óskar þeim velfarnaðar þó að endalokin hjá félaginu hafi ekkert verið sérstaklega góð.

Önnur mál og nær lengra en bara ég
Hann lék með Fram frá 2019 eftir að hann kom frá Þrótti um mitt tímabil. Hann var byrjunarliðsmaður þegar Fram vann Lengjudeildina með yfirburðum tímabilið 2021 og lék á síðasta tímabilið sjö leiki þegar Fram var nýliði í Bestu deildinni.

Sá síðasti af leikjunum sjö kom 3. júlí, en í næsta leik eftir það var hann á bekknum og var svo ekki meira í hópnum hjá Fram út tímabilið.

„Þjálfarinn stendur og fellur með sínum ákvörðunum. Hann er að reyna að gera sitt besta fyrir liðið og sjálfan sig og maður verður að virða það. Það er svo sem eðlilegt, en það er ekki það þannig séð sem menn voru aðallega ósammála um - hvort maður var að spila eða ekki. Það voru kannski önnur mál og nær lengra en bara ég. Ég var nú svona fyrir utan hringiðuna oftast í öllum látunum," segir Gunnar en í kjölfarið var hann spurður að því hvaða læti hann var að tala um.

„Ég vil kannski ekki fara of djúpt í það, en það er eitthvað búið að fjalla um þetta undanfarið. Það var eitthvað svona smá innan herbúða Fram sem er búið að leysa vonandi núna."

Gunnar var þar eflaust að vísa í það sem Kristján Óli Sigurðsson sagði í Þungavigtinni á dögunum. Kristján Óli hélt þar fram að nokkrir leikmenn hefðu sett út á agaleysi hjá þjálfarateyminu í æfingaferð. Fram hefur ekki tjáð sig um það sem Kristján Óli sagði í þættinum.

Gunnar var settur út í kuldann á síðustu leiktíð, en í vetur hafa verið sögur um að hann hafi fengið þau skilaboð að hann ætti að æfa einn utan hópsins. „Það var eitthvað svona útspil í lokin upp á eitthvað samningaviðræður, en það varð aldrei af því. Það fór aldrei þangað. Þetta var kort sem þeir hafa ætlað að spila, en það var leyst á friðsamlegum nótum."

Hann segist sáttur með það starfslokasamninginn og hvernig leiðir skilja. „Auðvitað hefði maður viljað að þetta færi öðruvísi og allt það, en svona er þetta."

Tekur sér líklega pásu frá fótbolta
Gunnar er 29 ára miðvörður sem leikið hefur með Hamri, Gróttu, Val, Haukum, Þrótti og Fram á sínum meistaraflokksferli.

Hvað tekur við núna?

„Ég er ekki að leita eftir því að semja við nýtt félag. Ég er búinn að heyra í nokkrum félögum en það er ekki eitthvað sem hefur togað í mig. Ef það kæmi eitthvað mjög spennandi myndi ég skoða það. Ég er með meira en nóg á minni könnu og fínt að fá að anda aðeins," sagði Gunnar en hann er ekki hættur í fótbolta eins og er.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner