Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 31. mars 2023 16:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Gunnar fer yfir endalokin hjá Fram: Það var faglegur ágreiningur
Gunnar Gunnarsson.
Gunnar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar með bikarinn eftir að Fram vann Lengjudeildina.
Gunnar með bikarinn eftir að Fram vann Lengjudeildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kveður Fram.
Kveður Fram.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Varnarmaðurinn Gunnar Gunnarsson yfirgaf herbúðir Fram fyrir stuttu síðan en hann og félagið komust að samkomulagi um riftun á samningi.

„Þetta endar þannig að við komumst að samkomulagi um starfslok, ég og stjórn Fram. Þetta var búið að fara fram og til baka, og menn voru kannski ekki sammála um allt á faglegum nótum þó það sé allt í góðu núna. Við gerum samkomulag um að enda þetta," sagði Gunnar í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Það er svolítill aðdragandi að þessu. Síðasta vor fer þetta grassera. Það var faglegur ágreiningur. Þrátt fyrir margar góðar stundir í félaginu þá var þetta komið á endastöð."

Hann segist halda með Fram í sumar og óskar þeim velfarnaðar þó að endalokin hjá félaginu hafi ekkert verið sérstaklega góð.

Önnur mál og nær lengra en bara ég
Hann lék með Fram frá 2019 eftir að hann kom frá Þrótti um mitt tímabil. Hann var byrjunarliðsmaður þegar Fram vann Lengjudeildina með yfirburðum tímabilið 2021 og lék á síðasta tímabilið sjö leiki þegar Fram var nýliði í Bestu deildinni.

Sá síðasti af leikjunum sjö kom 3. júlí, en í næsta leik eftir það var hann á bekknum og var svo ekki meira í hópnum hjá Fram út tímabilið.

„Þjálfarinn stendur og fellur með sínum ákvörðunum. Hann er að reyna að gera sitt besta fyrir liðið og sjálfan sig og maður verður að virða það. Það er svo sem eðlilegt, en það er ekki það þannig séð sem menn voru aðallega ósammála um - hvort maður var að spila eða ekki. Það voru kannski önnur mál og nær lengra en bara ég. Ég var nú svona fyrir utan hringiðuna oftast í öllum látunum," segir Gunnar en í kjölfarið var hann spurður að því hvaða læti hann var að tala um.

„Ég vil kannski ekki fara of djúpt í það, en það er eitthvað búið að fjalla um þetta undanfarið. Það var eitthvað svona smá innan herbúða Fram sem er búið að leysa vonandi núna."

Gunnar var þar eflaust að vísa í það sem Kristján Óli Sigurðsson sagði í Þungavigtinni á dögunum. Kristján Óli hélt þar fram að nokkrir leikmenn hefðu sett út á agaleysi hjá þjálfarateyminu í æfingaferð. Fram hefur ekki tjáð sig um það sem Kristján Óli sagði í þættinum.

Gunnar var settur út í kuldann á síðustu leiktíð, en í vetur hafa verið sögur um að hann hafi fengið þau skilaboð að hann ætti að æfa einn utan hópsins. „Það var eitthvað svona útspil í lokin upp á eitthvað samningaviðræður, en það varð aldrei af því. Það fór aldrei þangað. Þetta var kort sem þeir hafa ætlað að spila, en það var leyst á friðsamlegum nótum."

Hann segist sáttur með það starfslokasamninginn og hvernig leiðir skilja. „Auðvitað hefði maður viljað að þetta færi öðruvísi og allt það, en svona er þetta."

Tekur sér líklega pásu frá fótbolta
Gunnar er 29 ára miðvörður sem leikið hefur með Hamri, Gróttu, Val, Haukum, Þrótti og Fram á sínum meistaraflokksferli.

Hvað tekur við núna?

„Ég er ekki að leita eftir því að semja við nýtt félag. Ég er búinn að heyra í nokkrum félögum en það er ekki eitthvað sem hefur togað í mig. Ef það kæmi eitthvað mjög spennandi myndi ég skoða það. Ég er með meira en nóg á minni könnu og fínt að fá að anda aðeins," sagði Gunnar en hann er ekki hættur í fótbolta eins og er.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner