Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 31. júlí 2023 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið og leikmaður 14. umferðar - Skagamenn skoruðu mörkin
Lengjudeildin
Viktor Jónsson er leikmaður umferðarinnar.
Viktor Jónsson er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA var fyrsta liðið til að vinna Aftureldingu í sumar.
ÍA var fyrsta liðið til að vinna Aftureldingu í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gustav Kjeldsen fagnar marki með Vestra.
Gustav Kjeldsen fagnar marki með Vestra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðmundur átti stórleik gegn Fjölni.
Guðmundur átti stórleik gegn Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru stór tíðindi í 14. umferð Lengjudeildarinnar því Afturelding tapaði sínum fyrsta deildarleik í sumar. Og þeir voru slegnir niður af krafti þegar gulir og glaðir Skagamenn mættu í heimsókn í Mosfellsbæinn.

Leikmaður umferðarinnar:
Viktor Jónsson
Það hefur sjaldan verið eins auðvelt að velja leikmann umferðarinnar í Lengjudeildinni. Tja, kannski var það auðveldara í síðustu umferð þegar Elmar Kári Enesson Cogic gerði fimm mörk. Viktor Jónsson gerði fernu í toppslagnum gegn Aftureldingu. Boltinn sogaðist að honum í teignum og hann nýtti sín tækifæri afar vel. Viktor er núna í öðru sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 13 mörk en hann hefur ekki skorað svona mörk deildarmörk á einu tímabili frá því hann skoraði 22 mörk í 21 leik með Þrótti Reykjavík fyrir fimm árum síðan.



Ásamt Viktori þá eru Steinar Þorsteinsson og Hlynur Sævar Jónsson frá ÍA í úrvalsliði umferðarinnar. Steinar er í liðinu í sjötta sinn í sumar. Jón Þór Hauksson er þá þjálfari umferðarinnar.

Selfoss vann geggjaðan útisigur á Fjölni og þar var Guðmundur Tyrfingsson maður leiksins en Ingvi Rafn Óskarsson átti líka mjög góðan leik.

Gustav Kjeldsen og Fatai Gbadamosi voru þá bestir þegar Vestri spilaði sinn besta leik á tímabilinu og vann 3-0 sigur gegn Gróttu. Rafel Broetto átti líka góðan leik í marki Vestra.

Framherjarnir Oumar Diouck og Rafael Victor voru bestir í sigri Njarðvíkur gegn Grindavíkur og þá var Hjalti Sigurðsson maður leiksins í sigri Leiknis á Þrótti.

Lið umferðarinnar:
13. umferð - Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
12. umferð - Daníel Finns Matthíasson (Leiknir)
10. umferð - Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss)
9. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
8. umferð - Símon Logi Thasapong (Grindavík)
7. umferð - Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
6. umferð - Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
5. umferð - Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Athugasemdir
banner
banner
banner