Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
banner
   mið 29. júlí 2015 12:00
Magnús Már Einarsson
Tímavélin: Anthony Karl og bakfallsspyrnan fræga
Myndbandið hér að ofan er birt með góðfúslegu leyfi RÚV
Grein úr Morgunblaðinu eftir leikinn.
Grein úr Morgunblaðinu eftir leikinn.
Mynd: Timarit.is
Umfjöllun Dags um leikinn.
Umfjöllun Dags um leikinn.
Mynd: Timarit.is
Í tímavélinni í dag förum við aftur til ársins 1992 og rifjum upp bikarúrslitaleik Vals og KA þar sem Anthony Karl Gregory skoraði eitt mikilvægasta markið í bikarúrslitum frá upphafi. Greinin er endurbirt í tilefni þess að KA og Valur mætast í kvöld klukkan 18 í undanúrslitum bikarkeppninnar.



KA og Valur mættust í úrslitaleik bikarsins árið 1992. KA-menn byrjuðu mun betur í úrslitaleiknum en Gunnar Már Másson og Ormarr Örlygsson skoruðu báðir í fyrri hálfleik og Akureyringar voru komnir í flotta stöðu.

Valsmenn komu mun grimmari til leiks í síðari hálfleik og allt annað var að sjá til þeirra en í fyrri hálfleik. Valsmenn höfðu vindinn í bakið og þeir náðu að minnka muninn í 2-1 þegar Baldur Bragason náði að jafna um miðjan síðari hálfleik.

KA-menn virtust vera að sigla 2-1 sigri í höfn þegar þrjár og hálf mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Þá náði Anthony Karl Gregory að jafna með glæsilegri bakfallsspyrnu en það reyndist vera síðasta spyrna leiksins. Anthony Karl tryggði Valsmönnum þannig 2-2 jafntefli og framlengingu.

„Þó að maður hafi upplifað ýmislegt á ferlinum þá er þetta klárlega eitthvað sem stendur upp úr," sagði Anthony Karl þegar Fótbolti.net fékk hann til að rifja markið upp.

„Það voru einhverjar sekúndur eftir og við vorum farnir að örvænta. Við vorum allir komnir fram og Salih Heimir Porcha sparkaði boltanum beint upp í loftið inn í teig. Hafsentinn Jón Grétar Jónsson var kominn í teiginn og náði að skalla boltann í áttina að mér. Ég snéri baki í markið og það var bara eitt sem kom til greina, það var að láta sig fljúga upp í loftið og hamra hann aftur fyrir sig."

Boltinn söng í netinu og Valsmenn fögnuðu ógurlega enda markið afar mikilvægt.

„Þetta er ein besta tilfinning sem maður hefur upplifað. Það var alsælutilfinning," segir Anthony Karl þegar hann rifjar augnablikið upp þegar boltinn fór í netið.

Markið er eitt það mikilvægasta sem hefur verið skorað í leik á Íslandi og fólk rifjar markið reglulega upp ásamt Anthony Karli.

„Það er stanslaust verið að minnast á þetta mark. Í hverjum einasta mánuði er einhver sem minnist á þetta og rifjar þetta upp. Það eru sérstaklega Valsmenn sem hafa gaman að því að rifja þetta upp en það kemur á óvart hvað margir muna eftir þessu úr öllum félögum og sérstaklega hvað ungt fólk man eftir þessu. Þetta lifir greinilega ennþá í minningu knattspyrnuáhugamanna."

Í framlengingunni í leiknum fór Anthony Karl á kostum og skoraði tvö mörk og innsiglaði þannig þrennu sína. Einar Páll Tómasson var einnig á skotskónum og 5-2 sigur Vals staðreynd. Anthony Karl er sá eini sem hefur skorað þrennu í bikarúrslitum hér á landi en markið í viðbótartíma færði honum mikinn kraft fyrir framlenginguna.

„Maður var búinn að spila heilan leik, síðan nær maður þessu að skora eitt mark og þá fær maður kraft. Framlengingin sem kom í kjölfarið var ekkert mál og maður náði að upplifa það að skora þrennu í bikarúrslitaleik," sagði Anthony Karl að lokum.



Viðbót:
Ragnar Vignir, fjölmiðlamógúll Vals, tók viðtal við Anthony Karl á dögunum en þeir hittust á Laugardalsvelli og rifjuðu markið fræga upp.

banner
banner