Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   fim 19. maí 2011 23:01
Magnús Már Einarsson
Sigurður Helgason: Þurfum að landa einum sigri fljótlega
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
,,Ég held að það hafi ekkert farið úrskeiðis. Við vorum að spila við mjög gott lið frá Selfossi og þeir unnu, það er ekkert flókið," sagði Sigurður Helgason þjálfari Gróttu eftir 3-0 tap liðsins gegn Selfossi á heimavelli í kvöld.

,Við lentum snemma undir og það gjörbreytti leiknum fyrir okkur. Mér fannst baráttuframlag minna manna í góðu lagi en þeir skora þrjú mörk eftir fyrirgjafir og þetta var erfitt."

Selfyssingar komust í 2-0 í fyrri hálfleik og Jón Daði Böðvarsson bætti þriðja markinu við í upphafi síðari hálfleiks.

,,Við erum 2-0 undir í hálfleik og töluðum um að koma grimmari í síðari hálfleik en þá fá þeir hornspyrnu og skora. Mér fannst við vera að koma inn í leikinn en þá fengum við þetta högg."

Grótta er með eitt stig eftir tvo leiki en liðinu var spáð neðsta sæti deildarinnar fyrir tímabilið.

,,Við vissum það fyrir að þetta yrði barátta. Þessi deild verður feykierfið og það eru öflug lið í henni."

,,Við munum ekki gefast upp, við stefnum á að halda áfram. Við þurfum að landa einum sigri fljótlega,"
sagði Sigurður að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
banner
banner