Rúnar Kristinsson þjálfari KR var þegar uppi var staðið sáttur með stigið sem hans menn fengu eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í öskugráum Garðabænum í Pepsi deild karla.
,,Ég held að eins og leikurinn þróaðist, sé maður ágætlega sáttur. Þetta var mjög erfiður leikur gegn mjög góðu Stjörnuliði og smá vindur sem gerði mönnum erfitt fyrir," sagði Rúnar við Fótbolta.net eftir leikinn.
,,Við áttum ekkert sérstakan dag en við náðum að jafna metin og reyndum að pressa manni fleiri, en náðum því ekki. En stig er alltaf stig á útivelli og ég verð að sætta mig við það."
KR-ingar voru manni fleiri síðasta hálftímann og náðu að jafna metin eftir að hafa lent undir, en þeir nýttu liðsmuninn hins vegar ekkert sérlega vel.
,,Við hefðum mátt gera það betur en við fundum ekki smugur á vörninni þeirra og náðum ekki að skapa nógu mörg færi manni fleiri. Ég er svolítið ósáttur með það,"























