Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
banner
   sun 22. maí 2011 22:50
Alexander Freyr Tamimi
Rúnar Kristinsson: Áttum ekki góðan dag
Rúnar Kristinsson þjálfari KR var þegar uppi var staðið sáttur með stigið sem hans menn fengu eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í öskugráum Garðabænum í Pepsi deild karla.

,,Ég held að eins og leikurinn þróaðist, sé maður ágætlega sáttur. Þetta var mjög erfiður leikur gegn mjög góðu Stjörnuliði og smá vindur sem gerði mönnum erfitt fyrir," sagði Rúnar við Fótbolta.net eftir leikinn.

,,Við áttum ekkert sérstakan dag en við náðum að jafna metin og reyndum að pressa manni fleiri, en náðum því ekki. En stig er alltaf stig á útivelli og ég verð að sætta mig við það."

KR-ingar voru manni fleiri síðasta hálftímann og náðu að jafna metin eftir að hafa lent undir, en þeir nýttu liðsmuninn hins vegar ekkert sérlega vel.

,,Við hefðum mátt gera það betur en við fundum ekki smugur á vörninni þeirra og náðum ekki að skapa nógu mörg færi manni fleiri. Ég er svolítið ósáttur með það,"
banner