,,Ég er virkilega ángægður með þetta,” sagði Viktor Bjarki Arnarsson leikmaður KR í samtali við Fótbolta.net eftir 0-3 sigur á Stjörnunni í Valitor bikarnum í kvöld.
Viktor skoraði tvö marka KR í leiknum en fyrra markið kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
,,Það gekk nánast allt upp sem við lögðum upp með í upphafi leiks þannig að ég er virkilega ánægður með þennan sigur.”
,,Þetta var þriðja skallamarkið í ár, þetta er bara spurning um að koma sér inn í boxið og þá nær maður kannski að skora.”
Nánar er rætt við Viktor í sjónvarpinu hér að ofan.
























