Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mið 20. júlí 2011 22:05
Alexander Freyr Tamimi
Kristinn Steindórsson: Ætluðum ekki að tapa 10-0 samanlagt
Kristinn Steindórsson framherji Breiðabliks skoraði annað marka liðsins í 2-0 sigrinum gegn Rosenborg í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Kristinn var ánægður með spilamennsku liðsins.

„Það var fyrst og fremst jákvætt að halda hreinu í fyrsta skiptið í sumar og að gera það gegn Rosenborg, sem er þetta sterkt lið,“ sagði Kristinn við Fótbolta.net.

„Við sýndum það að við getum spilað flottan bolta og við þorðum því. Við vörðumst vel og vorum bara sterkari aðilinn í kvöld og áttum þennan sigur fyllilega skilinn. Eftir að hafa fengið skell í síðustu umferð ætluðum við ekki að fara að tapa 5-0 hérna og 10-0 samanlagt, við vorum staðráðnir í því að vinna og taka fyrsta sigur Breiðabliks í Evrópukeppni.“

Breiðablik tapaði fyrri leiknum úti 5-0 og var í raun ljóst að rimmunni var nánast lokið. Kristinn viðurkennir að reynsluleysið hafi tekið sinn toll í Þrándheimi.

„Þar vorum við ekki alveg búnir að átta okkur nógu vel á hlutunum, við gerðum svolítil byrjendamistök og þeir refsa fyrir það. En við vitum það klárlega núna að við getum þetta og við verðum bara að taka það jákvæða við þetta og halda áfram,“ sagði Kristinn við Fótbolta.net, en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.