fös 02. maí 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Bjarni Guðjónsson spáir í leiki helgarinar á Englandi
Bjarni Guðjónsson.
Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Henry Birgir Gunnarsson var með fimm rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Englandi í síðustu viku.

Bjarni Guðjónsson, þjálfari Framara, fylgist vel með enska boltanum og hann spáir í leiki helgarinnar.

Mikil spenna er á toppi og botni en Bjarni spáir því að Manchester City færist skrefi nær titlinum með útisigri gegn Everton.

West Ham 0 - 2 Tottenham (11:45 á laugardag)
Tottenham hefur verið að vinna þessi svokölluðu lélegri lið í deildinni og ég held að það verði engin breyting á því.

Aston Villa 0 - 1 Hull (14:00 á laugardag)
Aston Villa þarf að vinna til að forðast fall því þeir eiga Manchester City og Tottenham eftir úti. Hull vinnur þetta samt.

Manchester United 2 - 1 Sunderland (14:00 á laugardag)
Því miður fyrir Gus Poyet þá er komin ákveðin rómantík yfir United með Giggs við stjórnvölinn.

Newcastle 1 - 3 Cardiff (14:00 á laugardag)
Newcastle eru hættir og þetta verður vonandi til þess að það verði gerð breyting og þeir fái alvöru mann í brúna.

Stoke 0 - 1 Fulham (14:00 á laugardag)
Ef Fulham ætlar sér af fallsvæðinu þá þurfa þeir að vinna.

Swansea 0 - 3 Southampton (14:00 á laugardag)
Nokkrir leikmenn í Southampton eru að spila upp á að komast á HM og þeir vinna örugglega.

Everton 1 - 2 Manchester City (16:30 á laugardag)
Ef Everton hefði verið ennþá að berjast fyrir Meistaradeildarsætinu þá hefði þetta orðið miklu erfiðari leikur fyrir City.

Arsenal 3 - 0 WBA (12:30 á sunnudag)
Arsenal hefur unnið síðustu þrjá leiki og þeir halda góðu gengi áfram. Eftir að pressan fór af þeim hefur þeim gengið mikið betur.

Cheslsea 2 - 0 Norwich (15:00 á sunnudag)
Norwich hefur ekki unnið marga leiki á útivelli og sama hvernig lið Chelsea stillir upp þá hefur það upp á talsvert meira að bjóða en Norwich.

Crystal Palace 1 - 2 Liverpool (19:00 á mánudag)
Pulis er búinn að bjarga Crystal Palace og eina markmið hans núna er kannski að ná Stoke. Liverpool eru hins vegar of sterkir.

Fyrri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Egill Helgason - 7 réttir
Hörður Magnússon - 7 réttir
Ívar Guðmundsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Rúnar Kristinsson - 6 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Henry Birgir Gunnarsson - 5 réttir
Kristján Guðmundsson - 5 réttir
Haukur Páll Sigurðsson - 5 réttir
Tómas Meyer - 5 réttir
Þráinn Árni Baldvinsson - 5 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - 4 réttir
Bogi Ágústsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Venni Páer - 4 réttir
Björn Daníel Sverrisson- 3 réttir
Magnús Gylfason- 3 réttir
Þorsteinn Joð - 3 réttir
Ragna Björg Einarsdóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Páll Viðar Gíslason - 2 réttir
Magnús Halldórsson - 2 réttir
Athugasemdir
banner
banner