Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   fim 16. september 2010 19:55
Hafliði Breiðfjörð
Björn Daníel: Heyrði Matta kalla, 'Bjössi, afturfyrir þig'
Björn Daníel í leiknum í kvöld.
Björn Daníel í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel og fengum á okkur víti eftir klaufagang. En við náðum svo að jafna og komum sterkir til leiks í seinni hálfleik og kláruðum þetta sannfærandi," sagði Björn Daníel Sverrisson leikmaður FH eftir 1-4 sigur á Stjörnunni í kvöld en hvað var að fyrsta hálftímann sem FH liðið gat ekkert?

,,Við getum alveg afsakað okkur með því að við höfum verið að spila á gervigrasi og allt það en ég veit það ekki. Við sýndum bara karakter og kláruðum leikinn sem er bara gott mál."

,,Við ætluðum alltaf að vinna þennan leik og við gerðum það. Núna unnu bæði Breiðablik og ÍBV og við þurfum bara að vonast eftir einhverju góðu fyrir okkur í næstu umferð. Við erum klárlega í séns ef við vinnum okkar leiki. Við þurfum ekki nema að þeir tapi leik, bæði lið, þá erum við komnir í efsta sætið. Það er allt mögulegt ennþá."

Björn Daníel var besti maður vallarins í kvöld og átti þátt í þremur fyrstu mörkunum. Var hann ekki ánægður með sína frammistöðu?

,,Jújú, ég spilaði vel og er ánægður. Ég er búinn að skora núna í tveimur síðustu leikjum og er mjög sáttur við minn leik," sagði hann en Björn Daníel lagði upp annað mark FH fyrir Matthías Vilhjálmsson með hælsendingu upp í loftið. Hvað gekk á þarna?

,,Það kom sending innfyrir og ég náði ekki alveg að taka hann með mér. Þá heyrði ég Matta kalla, 'Bjössi, afturfyrir þig', ég ákvað að taka hann á hælinn og þetta endaði svona. Þetta var bara mjög skemmtilegt."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
banner