,,Mér líst gríðarlega vel á þessa hluti sem eru í gangi hérna og Kristján og Freyr eru virkilega færir þjálfarar. Ég held að þetta sé flottur staður til að bæta mig sem fótboltamaður," sagði Andri Fannar Stefánsson sem í dag gekk til liðs við Val frá KA.
,,Það voru nokkur lið sem höfðu samband en það voru tvö sem mér leist best á og ég endaði á að velja þetta," hélt hann áfram.
,,Það er örugglega besta aðstaðan á landinu hérna og þjálfararnir eru mjög góðir. Það er verið að byggja upp sterkt lið og mikill metnaður í gangi."
,,Þeir hafa báðir sannað sig sem toppþjálfarar. Þeir kynntu fyrir mér hvað þeir ætluðu að gera í vetur og næsta sumar og mér líst bara mjög vel á það."
,,Stefnan er sett á að gera virkilega vel næsta sumar. Hvort sem það verður titill eða eitthvað, en allavega að spila fótbolta."
Andri Fannar hefur allan sinn feril leikið með KA en gengur nú til liðs við lið sem leikur í hvítum og rauðum búningum eins og erkiféndur KA í Þór. Verður það ekki skrítið?
,,Það verður viðbrigði en ég er nú Liverpool maður og hefur farið í ófáar rauðar treyjur. Ég held að það verði bara gaman að spila á móti Gísla Páli og félögum á Þórsvelli næsta sumar."
Frekar er rætt við Andra Fannar í sjónvarpinu að ofan.
























