Óskar Bragason, þjálfari Dalvíkur/Reynis, ræddi við Fótbolta.net eftir 5-0 tap gegn KR í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.
KR er eitt af bestu liðum Pepsi Max-deildarinnar á meðan Dalvík/Reynir var að komast upp úr 3. deild og spilar í 2. deild í sumar.
KR er eitt af bestu liðum Pepsi Max-deildarinnar á meðan Dalvík/Reynir var að komast upp úr 3. deild og spilar í 2. deild í sumar.
Lestu um leikinn: KR 5 - 0 Dalvík/Reynir
„Uppleggið var náttúrulega að reyna að drepa aðeins tempóið og halda markinu hreinu en við fengum á okkur mark eftir þrjár eða fjórar mínútur og það var bara erfitt eftir það," sagði Óskar eftir leikinn.
Dalvík/Reynir fékk góðan stuðning úr stúkunni.
„Geggjaður klúbbur þarna stuðningsmannafélagið. Þeir fylgdu okkur og bjuggu til skemmtilega stemningu hérna og við þökkum þeim kærlega fyrir það."
„Við fengum sénsa til að búa til eitthvað úr þessu en svo komum við aftur í seinni hálfleikinn, og aftur mark 3-0 eftir 2-3 mínútur. Þá var þetta bara búið."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir