Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mið 15. maí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Atalanta og Juventus mætast í úrslitaleik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Atalanta og Juventus eigast við í eina leik kvöldsins á Ítalíu þar sem þau mætast í úrslitaleik bikarsins á Ólympíuleikvanginum í Róm.

Hægt er að búast við spennandi slag en Atalanta fór í gegnum Sassuolo, Milan og Fiorentina til að komast í úrslitaleikinn á meðan Juve lagði Salernitana, Frosinone og Lazio að velli á leið sinni í úrslitin.

Þetta verður þriðja innbyrðisviðureign liðanna á tímabilinu en liðin gerðu jafntefli í báðum deildarleikjum tímabilsins, 2-2 í Tórínó og 0-0 í Bergamó.

Markamaskínan Gianluca Scamacca verður ekki með Atalanta í leiknum því hann er í leikbanni og þá eru Erik Holm og Sead Kolasinac fjarverandi vegna meiðsla.

Miðjumaðurinn Manuel Locatelli verður ekki með Juventus vegna leikbanns og þá er Matteo De Sciglio meiddur. Alex Sandro er tæpur.

Leikur kvöldsins:
19:00 Atalanta - Juventus
Athugasemdir
banner
banner
banner