Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   fim 01. júní 2023 21:56
Brynjar Ingi Erluson
Ómar Ingi: Vorum lélegir frá upphafi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var svekktur með frammistöðu sinna manna í 3-0 tapinu gegn ÍBV á Hásteinsvelli í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  0 HK

HK-ingar hafa verið fullir af baráttu og áræðni í byrjun tímabils og verið inni í öllum leikjum en þeir sáu ekki til sólar í dag.

Eyjamenn voru töluvert sterkari aðilinn og unnu sannfærandi sigur eftir að hafa tapað fimm leikjum í röð fram að þessum leik.

„Verðskuldað tap. Vorum lélegir frá upphafi, verðskuldað tap hjá okkur verðskuldaður sigur hjá Eyjamönnum.“

„Jú, held að þurfi engan sérstakan sérfræðing til að átta sig á því að frammistaðan okkar í dag var langt frá því sem að við eigum að geta sætt okkur við og við þurfum að lagfæra það hið snarasta,“
sagði Ómar við Fótbolta.net.

HK mætir Val næst í deildinni þann 11. júní en planið er væntanlega að bæta upp fyrir það í næsta leik?

„Auðvitað er það planið. Þessi leikur var smá skellur eða bakslag í þessu að við hvorki skorum og erum að tapa með meira en einu marki sem hefur ekki verið að gerast hingað til í sumar en getum það ekki alveg látið núlla út sumarið hingað til og passa okkur að leggjast ekki of mikið í vonbrigði en við þurfum að leggjast í vinnu við að rétta okkur af,“ sagði Ómar Ingi í lokin.
Athugasemdir
banner