Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
Rúnar Páll: Þetta eru úrslitaleikir og þú mátt ekkert misstíga þig mikið meira
Haddi: Núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag
Harley um skiptin í KA: Fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur
Aron Þórður: Við gáfum þeim tvö auðveld mörk
Arnar Grétars: Þetta var svolítið soft vítaspyrna
Rúnar Kristins: Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er
Ásgeir Frank: Við getum spilað tvískiptan fótbolta
Jökull: Mikið talað um okkur úti á grasvöllum
Fúsi: Varnarleikurinn var bara ekki nógu góður í 8 mínútur í dag
Túfa: Hissa að hann sparkaði í mig, en get ekki stýrt hvað hann gerir
Eggert: Ef við spilum svona mun okkur ganga vel
   fim 01. júní 2023 21:56
Brynjar Ingi Erluson
Ómar Ingi: Vorum lélegir frá upphafi
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var svekktur með frammistöðu sinna manna í 3-0 tapinu gegn ÍBV á Hásteinsvelli í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  0 HK

HK-ingar hafa verið fullir af baráttu og áræðni í byrjun tímabils og verið inni í öllum leikjum en þeir sáu ekki til sólar í dag.

Eyjamenn voru töluvert sterkari aðilinn og unnu sannfærandi sigur eftir að hafa tapað fimm leikjum í röð fram að þessum leik.

„Verðskuldað tap. Vorum lélegir frá upphafi, verðskuldað tap hjá okkur verðskuldaður sigur hjá Eyjamönnum.“

„Jú, held að þurfi engan sérstakan sérfræðing til að átta sig á því að frammistaðan okkar í dag var langt frá því sem að við eigum að geta sætt okkur við og við þurfum að lagfæra það hið snarasta,“
sagði Ómar við Fótbolta.net.

HK mætir Val næst í deildinni þann 11. júní en planið er væntanlega að bæta upp fyrir það í næsta leik?

„Auðvitað er það planið. Þessi leikur var smá skellur eða bakslag í þessu að við hvorki skorum og erum að tapa með meira en einu marki sem hefur ekki verið að gerast hingað til í sumar en getum það ekki alveg látið núlla út sumarið hingað til og passa okkur að leggjast ekki of mikið í vonbrigði en við þurfum að leggjast í vinnu við að rétta okkur af,“ sagði Ómar Ingi í lokin.
Athugasemdir
banner